Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla 13. júlí 2012 07:30 Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira