Besti pistillinn 13. júlí 2012 06:00 Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin. Því fylgir óneitanlega talsvert öryggi fyrir okkur borgarana að hið opinbera skuli starfrækja stofnun sem lætur ekki einhverja dúdda komast upp með að kalla útihátíð þá Bestu ef hún er ekki best. Við gætum nefnilega freistast til að halda að hún væri óumdeilanlega best og hugsanlega sótt hana í þeirri trú en hunsað aðrar hátíðir. Útihátíð sem ber það ekki í nafni sínu að hún sé góð, svo ekki sé nú talað um best, getur varla verið góð og því sitjum við frekar heima en að þvælast á svoleiðis mót. Úrskurðurinn um Bestu útihátíðina vekur fólk til umhugsunar um aðrar nafngiftir sem kunna af sömu eða svipuðum sökum að orka tvímælis. Spurt hefur verið hvort Besti flokkurinn megi heita Besti flokkurinn. Geta flokksmenn sannað að hann sé bestur? Þetta mál byggir á lögum eða reglum um notkun efsta stigs lýsingarorða en auðvitað er hægt að fullyrða allan fjandann með öðrum hætti. Til dæmis stendur ÓB fyrir Ódýrt bensín. Það stenst enga skoðun að fyrirtæki segist selja ódýrt bensín. Bensín er rándýrt. Er Aðalstræti aðal strætið í Reykjavík? Eru allir að hlusta á Bylgjuna? Ríkir óumdeild samstaða innan stjórnmálaaflsins Samstöðu? Nýmjólk er ekki lengi ný og kjötvörur ekki lengi ferskar þótt þær séu frá Ferskum kjötvörum. Stendur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (sem alls ekki ber upp á þjóðhátíðardaginn og aðeins brot af þjóðinni sækir) undir nafni? Kannski væri rétt að útvíkka starfssvið stofnunarinnar sem lögum samkvæmt ber með þessum hætti hag landsmanna fyrir brjósti og fela henni að fara ofan í saumana á orðum og gjörðum stjórnmálamanna. Láta hana meta hvort þeir standi við loforðin sín og úrskurða um bull og lýðskrum og eftir atvikum leggja á sektir. Þetta er náttúrulega tuð enda málið sem slíkt eitt risavaxið tuð. En um leið er það lítið dæmi um aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að vernda borgarana fyrir einhverju sem ekkert er og ekki til annars fallið en að gera mannlífið fremur flatt og einsleitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin. Því fylgir óneitanlega talsvert öryggi fyrir okkur borgarana að hið opinbera skuli starfrækja stofnun sem lætur ekki einhverja dúdda komast upp með að kalla útihátíð þá Bestu ef hún er ekki best. Við gætum nefnilega freistast til að halda að hún væri óumdeilanlega best og hugsanlega sótt hana í þeirri trú en hunsað aðrar hátíðir. Útihátíð sem ber það ekki í nafni sínu að hún sé góð, svo ekki sé nú talað um best, getur varla verið góð og því sitjum við frekar heima en að þvælast á svoleiðis mót. Úrskurðurinn um Bestu útihátíðina vekur fólk til umhugsunar um aðrar nafngiftir sem kunna af sömu eða svipuðum sökum að orka tvímælis. Spurt hefur verið hvort Besti flokkurinn megi heita Besti flokkurinn. Geta flokksmenn sannað að hann sé bestur? Þetta mál byggir á lögum eða reglum um notkun efsta stigs lýsingarorða en auðvitað er hægt að fullyrða allan fjandann með öðrum hætti. Til dæmis stendur ÓB fyrir Ódýrt bensín. Það stenst enga skoðun að fyrirtæki segist selja ódýrt bensín. Bensín er rándýrt. Er Aðalstræti aðal strætið í Reykjavík? Eru allir að hlusta á Bylgjuna? Ríkir óumdeild samstaða innan stjórnmálaaflsins Samstöðu? Nýmjólk er ekki lengi ný og kjötvörur ekki lengi ferskar þótt þær séu frá Ferskum kjötvörum. Stendur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (sem alls ekki ber upp á þjóðhátíðardaginn og aðeins brot af þjóðinni sækir) undir nafni? Kannski væri rétt að útvíkka starfssvið stofnunarinnar sem lögum samkvæmt ber með þessum hætti hag landsmanna fyrir brjósti og fela henni að fara ofan í saumana á orðum og gjörðum stjórnmálamanna. Láta hana meta hvort þeir standi við loforðin sín og úrskurða um bull og lýðskrum og eftir atvikum leggja á sektir. Þetta er náttúrulega tuð enda málið sem slíkt eitt risavaxið tuð. En um leið er það lítið dæmi um aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að vernda borgarana fyrir einhverju sem ekkert er og ekki til annars fallið en að gera mannlífið fremur flatt og einsleitt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun