Þeytir skífum af ástríðu fyrir dansóðan landann 26. júlí 2012 15:30 Francesca Lombardo þeytir skífum á Kanilkvöldi á Faktorý á morgun en hún sló nýverið í gegn í heimi danstónlistar. Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira