Fetar í fótspor Alexanders McQueen 30. júlí 2012 10:00 Aníta Hirlekar lagði mikið upp úr litum og þæfingu í útskriftarlínu sinni eins og sjá má á kjól fyrirsætunnar sem gengur hér eftir palli útskriftarsýningar Central Saint Martins. Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira