Aðgengilegri og öruggari hjólreiðar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Þeim fjölgar sífellt sem velja að nota reiðhjól til þess að komast milli staða í höfuðborginni. Hjólreiðar sem ferðamáti eru gagnlegar bæði fyrir þann sem þær stundar og fyrir samfélagið allt. Það er heilsusamlegt að fara á milli staða fyrir eigin afli. Út úr því má bæði fá góða hreyfingu og útivist. En það er líka heilsusamlegt fyrir samborgarana vegna þess að hjólreiðamaður mengar ekki með útblæstri eins og sá sem notar bensínorku til að komast til vinnu og annarra erinda. Sem betur fer er í vaxandi mæli gert ráð fyrir hjólreiðafólki í borginni þótt langt sé í land að Reykjavík komist nálægt helstu hjólaborgum varðandi aðstæður til hjólreiða. Í gær var stigið skref í átt til bóta með samningi milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Stígarnir sem samningurinn nær til eru allir skilgreindir sem hluti stofnstígakerfis í borginni og skiptist kostnaður við framkvæmdir til helminga milli samningsaðilanna. Í fyrstu atrennu verða lagðir stígar frá Hlemmi að Elliðaárósum og með fram Vesturlandsvegi að Mosfellsbæ. Framkvæmdir vegna gerðar stíganna hafa að öðru leyti ekki verið tímasettar nákvæmlega en kostnaður við allar stígaframkvæmdirnar er metinn á um tvo milljarða króna og á verkefnið að taka til þriggja til fimm ára. Áhersla er lögð á umferðaröryggi í samningnum. Hjólreiðaumferð á að skilja frá bílaumferð þar sem umferðarhraði er mikill. Þetta skiptir miklu máli fyrir öryggi hjólreiðafólks. En það er líka mikilvægt fyrir hjólreiðamenninguna að skilja að hjólreiðar og gangandi umferð því í því samneyti geta hjólreiðamennirnir verið gangandi vegfarendum hættulegir. Lengi vel var íslensk veðrátta ekki talin henta til hjólreiða en betri hjól og þægilegri klæðnaður gerir að verkum að veður skiptir ekki eins miklu máli og áður. Aðlaðandi og góðir hjólastígar geta svo enn frekar orðið lóð á vogarskálar hjólreiðanna og þannig stuðlað að því að fólk eigi val um að komast daglegra ferða sinna á annan máta en í einkabíl. Það er til marks um breytta forgangsröðun bæði hjá ríki og borg að nú skuli fé forgangsraðað til hjólreiðamannvirkja í stað gatnakerfis fyrir bifreiðar. Samkvæmt yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar formanns borgarráðs er stefnan sett á að borgin verði draumaborg hjólreiðamanna. Markið hlýtur þannig að vera sett á að borgin verði eins aðgengileg hjólreiðamönnum og háborg hjólreiðanna, Kaupmannahöfn. P.S. Það var táknrænt og ágætlega til fundið af vegamálastjóra og formanni borgarráðs að mæta til viðburðarins á reiðhjólum. Enn betra hefði verið ef þeir hefðu báðir verið með hjálm á myndum af viðburðinum en ekki bara vegamálastjórinn. Fullorðnir hjólreiðamenn mega ekki gleyma því að þeir eru börnum fyrirmynd og dæmi hafa sannað mikilvægi hjálmsins ef óhapp verður á reiðhjóli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Þeim fjölgar sífellt sem velja að nota reiðhjól til þess að komast milli staða í höfuðborginni. Hjólreiðar sem ferðamáti eru gagnlegar bæði fyrir þann sem þær stundar og fyrir samfélagið allt. Það er heilsusamlegt að fara á milli staða fyrir eigin afli. Út úr því má bæði fá góða hreyfingu og útivist. En það er líka heilsusamlegt fyrir samborgarana vegna þess að hjólreiðamaður mengar ekki með útblæstri eins og sá sem notar bensínorku til að komast til vinnu og annarra erinda. Sem betur fer er í vaxandi mæli gert ráð fyrir hjólreiðafólki í borginni þótt langt sé í land að Reykjavík komist nálægt helstu hjólaborgum varðandi aðstæður til hjólreiða. Í gær var stigið skref í átt til bóta með samningi milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Stígarnir sem samningurinn nær til eru allir skilgreindir sem hluti stofnstígakerfis í borginni og skiptist kostnaður við framkvæmdir til helminga milli samningsaðilanna. Í fyrstu atrennu verða lagðir stígar frá Hlemmi að Elliðaárósum og með fram Vesturlandsvegi að Mosfellsbæ. Framkvæmdir vegna gerðar stíganna hafa að öðru leyti ekki verið tímasettar nákvæmlega en kostnaður við allar stígaframkvæmdirnar er metinn á um tvo milljarða króna og á verkefnið að taka til þriggja til fimm ára. Áhersla er lögð á umferðaröryggi í samningnum. Hjólreiðaumferð á að skilja frá bílaumferð þar sem umferðarhraði er mikill. Þetta skiptir miklu máli fyrir öryggi hjólreiðafólks. En það er líka mikilvægt fyrir hjólreiðamenninguna að skilja að hjólreiðar og gangandi umferð því í því samneyti geta hjólreiðamennirnir verið gangandi vegfarendum hættulegir. Lengi vel var íslensk veðrátta ekki talin henta til hjólreiða en betri hjól og þægilegri klæðnaður gerir að verkum að veður skiptir ekki eins miklu máli og áður. Aðlaðandi og góðir hjólastígar geta svo enn frekar orðið lóð á vogarskálar hjólreiðanna og þannig stuðlað að því að fólk eigi val um að komast daglegra ferða sinna á annan máta en í einkabíl. Það er til marks um breytta forgangsröðun bæði hjá ríki og borg að nú skuli fé forgangsraðað til hjólreiðamannvirkja í stað gatnakerfis fyrir bifreiðar. Samkvæmt yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar formanns borgarráðs er stefnan sett á að borgin verði draumaborg hjólreiðamanna. Markið hlýtur þannig að vera sett á að borgin verði eins aðgengileg hjólreiðamönnum og háborg hjólreiðanna, Kaupmannahöfn. P.S. Það var táknrænt og ágætlega til fundið af vegamálastjóra og formanni borgarráðs að mæta til viðburðarins á reiðhjólum. Enn betra hefði verið ef þeir hefðu báðir verið með hjálm á myndum af viðburðinum en ekki bara vegamálastjórinn. Fullorðnir hjólreiðamenn mega ekki gleyma því að þeir eru börnum fyrirmynd og dæmi hafa sannað mikilvægi hjálmsins ef óhapp verður á reiðhjóli.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun