Ólympíuandinn svokallaði Pawel Bartoszek skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Þegar ég heyri orðið „Ólympíuandi" sé ég ósjálfrátt fyrir mér sárþjáðan, haltrandi íþróttamann að reyna að klára hlaup undir dynjandi lófataki áhorfenda. Með aukinni þátttöku almennings í íþróttum er reyndar vonandi kominn meiri skilningur á því að það er ekkert sérlega skynsamlegt að menn reyni að staulast í mark í 800 metra hlaupinu með tognað læri. Enginn íþróttamaður á Ólympíuleikunum ætti að þurfa að sanna að hann geti að hlaupið tvo hringi í kringum hlaupabrautina. Lengst framan af Ólympíuleikum nútímans var gerð krafa um að þeir íþróttamenn sem tækju þátt væru áhugamenn, þ.e.a.s. að þeir þæðu ekki greiðslur fyrir íþróttaiðkun sína. Bandarískur fjölþrautarkóngur af indíánaættum, Jim Thorpe að nafni, var þannig sviptur öllum verðlaunum eftir leikana 1912 þegar upp komst að hann hefði nokkrum árum áður fengið greitt smáræði fyrir að spila hafnabolta. Þeirri skammarlegu ákvörðun var snúið við árið 1983, þremur áratugum eftir andlát hans. Göfugi viðvaningurinnKröfur um áhugamennsku í íþróttum eiga rætur sínar að rekja til tískubylgju meðal evrópskra efri stétta á 19. öldinni. „Heilbrigð sál í hraustum líkama" hugsuðu menn og létu hefðardrengi í einkaskólum róa árabátum, hreystinnar einnar vegna. Upp úr þessu varð síðan einhver hugmyndafræði um að það væri göfugra að stunda íþróttir, eða aðra iðju, án þess að fá borgað fyrir það. Svona þankagangur getur virkað heillandi en í raun var þetta ein leið til að útiloka fátækt fólk frá íþróttakeppnum. Ef menn geta ekki fengið borgað fyrir að kasta bolta og hlaupa þá er ólíklegra að fátækt fólk geti gert mikið af því. Jim Thorpe afsakaði sig á sínum tíma með þeim orðum að hann hefði einfaldlega verið ungur indíánaskólastrákur sem vissi ekki margt um heiminn og áttaði sig ekki á því að rangt væri að spila hafnabolta fyrir pening. Lái honum hver sem vill. Smám saman lenti íþróttahreyfingin í æ meiri vandræðum með áhugamannahugtakið. Kommúnistaríkin sendu inn gnótt „námsmanna", „hermanna" og „verkamanna" sem í reynd voru ekkert annað en ríkisstyrktir atvinnumenn í íþróttum. Það fjaraði undan reglunum og þær voru loks afnumdar að mestu eftir Ólympíuleikana í Seúl 1988. Nú fá allir að keppa um Ólympíugull, óháð því hvernig þeir fjármagna þjálfun sína. Það er ekkert að áhugamönnum. Öll erum við áhugamenn í einhverju. En það er engin ástæða til að dásama það umfram annað að einhver sé að gera eitthvað án þess að fá borgað fyrir það. Í raun er hitt merkilegra: að verða það góður í einhverju að einhver vilji gefa manni pening fyrir að gera það. Fólk lætur peninga ekki svo auðveldlega af hendi. Á Íslandi fá of fáir borgað fyrir það sem þeir gera vel. Hve oft spyrjum við ekki spurninga sem byrja á orðunum „þekkirðu einhvern sem…"? Þekkirðu einhvern sem kann að mála … getur passað fyrir mig … getur hjálpað mér að flytja … er með geymslu … er góður í stafsetningu … kann að gera við hjól? Ég held að það væri betra ef við myndum fá fleiri atvinnumenn í hinu og þessu og venja okkur á að nota þá. Sérhæfing er ekki vond. Það er ekkert að því ef einhver vill borga einhverjum fyrir að þrífa heima hjá sér. Það þurfa ekki allir að vera áhugamenn i þrifum. Ólympíuleikar í hverri borgÁhugamennskan er horfin úr Ólympíuleikunum. Flesta íþróttamenn sem taka þátt í leikunum dreymir líklegast um aðeins meira en bara það að „vera með". Það er hið besta mál. Ólympíuleikarnir standa fyrir sínu sem íþróttaveisla þar sem þjóðir keppa sín á milli í sleggjukasti og baksundi í stað þess að keppa í átökum og hernaði. Þau skilaboð halda og veislan sjálf hefur aldrei verið glæsilegri. Langi einhvern hins vegar að upplifa þann hluta Ólympíuhugsjónarinnar sem snýst um það að íþróttir séu fyrir alla, áhugamenn jafnt sem atvinnumenn, og að það skipti ekki höfuðmáli að vinna heldur að vera með, þá þurfum við ekki að örvænta. Almenningshlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið ná nefnilega ágætlega að ná utan um þá pælingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar ég heyri orðið „Ólympíuandi" sé ég ósjálfrátt fyrir mér sárþjáðan, haltrandi íþróttamann að reyna að klára hlaup undir dynjandi lófataki áhorfenda. Með aukinni þátttöku almennings í íþróttum er reyndar vonandi kominn meiri skilningur á því að það er ekkert sérlega skynsamlegt að menn reyni að staulast í mark í 800 metra hlaupinu með tognað læri. Enginn íþróttamaður á Ólympíuleikunum ætti að þurfa að sanna að hann geti að hlaupið tvo hringi í kringum hlaupabrautina. Lengst framan af Ólympíuleikum nútímans var gerð krafa um að þeir íþróttamenn sem tækju þátt væru áhugamenn, þ.e.a.s. að þeir þæðu ekki greiðslur fyrir íþróttaiðkun sína. Bandarískur fjölþrautarkóngur af indíánaættum, Jim Thorpe að nafni, var þannig sviptur öllum verðlaunum eftir leikana 1912 þegar upp komst að hann hefði nokkrum árum áður fengið greitt smáræði fyrir að spila hafnabolta. Þeirri skammarlegu ákvörðun var snúið við árið 1983, þremur áratugum eftir andlát hans. Göfugi viðvaningurinnKröfur um áhugamennsku í íþróttum eiga rætur sínar að rekja til tískubylgju meðal evrópskra efri stétta á 19. öldinni. „Heilbrigð sál í hraustum líkama" hugsuðu menn og létu hefðardrengi í einkaskólum róa árabátum, hreystinnar einnar vegna. Upp úr þessu varð síðan einhver hugmyndafræði um að það væri göfugra að stunda íþróttir, eða aðra iðju, án þess að fá borgað fyrir það. Svona þankagangur getur virkað heillandi en í raun var þetta ein leið til að útiloka fátækt fólk frá íþróttakeppnum. Ef menn geta ekki fengið borgað fyrir að kasta bolta og hlaupa þá er ólíklegra að fátækt fólk geti gert mikið af því. Jim Thorpe afsakaði sig á sínum tíma með þeim orðum að hann hefði einfaldlega verið ungur indíánaskólastrákur sem vissi ekki margt um heiminn og áttaði sig ekki á því að rangt væri að spila hafnabolta fyrir pening. Lái honum hver sem vill. Smám saman lenti íþróttahreyfingin í æ meiri vandræðum með áhugamannahugtakið. Kommúnistaríkin sendu inn gnótt „námsmanna", „hermanna" og „verkamanna" sem í reynd voru ekkert annað en ríkisstyrktir atvinnumenn í íþróttum. Það fjaraði undan reglunum og þær voru loks afnumdar að mestu eftir Ólympíuleikana í Seúl 1988. Nú fá allir að keppa um Ólympíugull, óháð því hvernig þeir fjármagna þjálfun sína. Það er ekkert að áhugamönnum. Öll erum við áhugamenn í einhverju. En það er engin ástæða til að dásama það umfram annað að einhver sé að gera eitthvað án þess að fá borgað fyrir það. Í raun er hitt merkilegra: að verða það góður í einhverju að einhver vilji gefa manni pening fyrir að gera það. Fólk lætur peninga ekki svo auðveldlega af hendi. Á Íslandi fá of fáir borgað fyrir það sem þeir gera vel. Hve oft spyrjum við ekki spurninga sem byrja á orðunum „þekkirðu einhvern sem…"? Þekkirðu einhvern sem kann að mála … getur passað fyrir mig … getur hjálpað mér að flytja … er með geymslu … er góður í stafsetningu … kann að gera við hjól? Ég held að það væri betra ef við myndum fá fleiri atvinnumenn í hinu og þessu og venja okkur á að nota þá. Sérhæfing er ekki vond. Það er ekkert að því ef einhver vill borga einhverjum fyrir að þrífa heima hjá sér. Það þurfa ekki allir að vera áhugamenn i þrifum. Ólympíuleikar í hverri borgÁhugamennskan er horfin úr Ólympíuleikunum. Flesta íþróttamenn sem taka þátt í leikunum dreymir líklegast um aðeins meira en bara það að „vera með". Það er hið besta mál. Ólympíuleikarnir standa fyrir sínu sem íþróttaveisla þar sem þjóðir keppa sín á milli í sleggjukasti og baksundi í stað þess að keppa í átökum og hernaði. Þau skilaboð halda og veislan sjálf hefur aldrei verið glæsilegri. Langi einhvern hins vegar að upplifa þann hluta Ólympíuhugsjónarinnar sem snýst um það að íþróttir séu fyrir alla, áhugamenn jafnt sem atvinnumenn, og að það skipti ekki höfuðmáli að vinna heldur að vera með, þá þurfum við ekki að örvænta. Almenningshlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið ná nefnilega ágætlega að ná utan um þá pælingu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun