Ólympíugull í Ríó 2016! Magnús Þorlákur skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? Til eru rannsóknir á því hvaða þættir hafa áhrif á fjölda Ólympíuverðlauna sem lönd vinna en þeirra áhrifamestir eru mannfjöldi og auðlegð. Það hjálpar okkur þó ekki mikið þar sem við getum vart haft mikil áhrif á þá í bráð. Það er ekki þar með sagt að fámenn og fátæk lönd geti ekki náð árangri í íþróttum. Með markvissri fjárfestingu geta lönd til dæmis stórbætt árangur sinn en bestu dæmin um það eru sennilega gömlu ríki Austur-Evrópu (þótt sterar hafi reyndar hjálpað smá líka). Önnur leið er að veita efnilegum erlendum íþróttamönnum ríkisborgararétt (halló Róbert Julian Duranona!) og enn önnur að leggja áherslu á greinar þar sem landið nýtur hlutfallslegra yfirburða. Lönd sem eru hátt yfir sjávarmáli hafa til dæmis forskot í langhlaupum og strandríkjum gengur vel í siglingum. Loks geta lönd einbeitt sér að íþróttum þar sem hlutfallslega auðvelt er að vinna til verðlauna. Tölfræðiseníið Nate Silver hefur skoðað Ólympíuíþróttirnar með þessum gleraugum og komist að þeirri niðurstöðu að þær sex greinar sem „auðveldast" er að vinna til verðlauna í séu glíma, tae kwon do, lyftingar, hnefaleikar, fimleikar og júdó, í þessari röð. Þetta eru því hestarnir sem rétt er að veðja á en á móti eru minnstar líkur á því að vinna til verðlauna í hokkíi, körfubolta, þríþraut, samhæfðri sundfimi, hestaíþróttum og strandblaki. Hver er þá niðurstaðan? Jú: a) verum dugleg við að búa til börn svo Íslendingum fjölgi, b) verum framtakssöm og stundum góða hagstjórn svo auka megi auðlegð landsins, c) fjárfestum í afreksíþróttamönnum, d) ráðum mannaveiðara til að finna efnilega erlenda íþróttamenn sem eru fáanlegir til þess að læra að elska Ísland, e) leggjum rækt við handbolta sem virðist henta Íslendingum vel og f) hættum að keppa í íþróttum þar sem við eigum ekki séns og einbeitum okkur að glímu, tae kwon do, lyftingum, hnefaleikum, fimleikum og júdó. Hinn möguleikinn er að taka Ólympíuleikana ekki svona alvarlega, leyfa fólki sjálfu að velja þær íþróttir sem það vill stunda og hafa gaman af öllu saman. En nei, mig langar meira í Ólympíugull! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? Til eru rannsóknir á því hvaða þættir hafa áhrif á fjölda Ólympíuverðlauna sem lönd vinna en þeirra áhrifamestir eru mannfjöldi og auðlegð. Það hjálpar okkur þó ekki mikið þar sem við getum vart haft mikil áhrif á þá í bráð. Það er ekki þar með sagt að fámenn og fátæk lönd geti ekki náð árangri í íþróttum. Með markvissri fjárfestingu geta lönd til dæmis stórbætt árangur sinn en bestu dæmin um það eru sennilega gömlu ríki Austur-Evrópu (þótt sterar hafi reyndar hjálpað smá líka). Önnur leið er að veita efnilegum erlendum íþróttamönnum ríkisborgararétt (halló Róbert Julian Duranona!) og enn önnur að leggja áherslu á greinar þar sem landið nýtur hlutfallslegra yfirburða. Lönd sem eru hátt yfir sjávarmáli hafa til dæmis forskot í langhlaupum og strandríkjum gengur vel í siglingum. Loks geta lönd einbeitt sér að íþróttum þar sem hlutfallslega auðvelt er að vinna til verðlauna. Tölfræðiseníið Nate Silver hefur skoðað Ólympíuíþróttirnar með þessum gleraugum og komist að þeirri niðurstöðu að þær sex greinar sem „auðveldast" er að vinna til verðlauna í séu glíma, tae kwon do, lyftingar, hnefaleikar, fimleikar og júdó, í þessari röð. Þetta eru því hestarnir sem rétt er að veðja á en á móti eru minnstar líkur á því að vinna til verðlauna í hokkíi, körfubolta, þríþraut, samhæfðri sundfimi, hestaíþróttum og strandblaki. Hver er þá niðurstaðan? Jú: a) verum dugleg við að búa til börn svo Íslendingum fjölgi, b) verum framtakssöm og stundum góða hagstjórn svo auka megi auðlegð landsins, c) fjárfestum í afreksíþróttamönnum, d) ráðum mannaveiðara til að finna efnilega erlenda íþróttamenn sem eru fáanlegir til þess að læra að elska Ísland, e) leggjum rækt við handbolta sem virðist henta Íslendingum vel og f) hættum að keppa í íþróttum þar sem við eigum ekki séns og einbeitum okkur að glímu, tae kwon do, lyftingum, hnefaleikum, fimleikum og júdó. Hinn möguleikinn er að taka Ólympíuleikana ekki svona alvarlega, leyfa fólki sjálfu að velja þær íþróttir sem það vill stunda og hafa gaman af öllu saman. En nei, mig langar meira í Ólympíugull!
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun