Lífs míns langa plastskeið Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2012 12:00 Grillveisla í garðinum síðsumars með góðum vinum. Kjötið rifið úr umbúðunum, grænmetið þrifið upp úr pokunum og öllu skellt á. Borðað af diskum, drukkið úr glösum, matur skorinn í bita og stunginn með gaffli. Hrært í glösum með röri og kaffibollanum með teskeið. Og stóri munurinn á þessari veislu og veislunni sem sama fólk hélt fyrir tuttugu árum: það þarf ekkert að vaska upp! Plast er stórkostleg uppfinning. Við lifum á tímum þar sem það að draga olíu úr iðrum jarðar, flytja hana langar leiðir á olíuhreinsunarstöð og þaðan í verksmiðju, nota alls kyns skaðleg efni og fullt af vatni til að breyta henni í plast, lita plastið með enn fleiri skaðlegum efnum, móta það (sem hnífapör eða glös til dæmis), pakka því inn í meira plast, flytja það langar leiðir og nota til þess meiri olíu, keyra út í búð (enn meiri olía), kaupa plastið og setja í þriðja plastið, nú með höldum, bera heim, nota í tíu mínútur, henda í ruslið og ruslinu síðan í ruslatunnuna þaðan sem plastskeiðin okkar berst út í náttúruna þar sem hún eyðist seint og um síðir, kannski aldrei: allt þetta er talið minni fyrirhöfn en að vaska upp. Plast eyðist kannski einhvern tíma í lífríkinu en það gerist bæði hægt og illa. Á Vísindavefnum stendur að flest plastefni brotni mjög lítið niður í náttúrunni þó þau eyðist á mjög löngum tíma fyrir áhrif sólarljóss. Og mörg plastefni tætast niður í örsmáar einingar sem smjúga inn í lífríkið gegnum þörunga og smádýr í sjónum en enda líka í maga sjávarfugla, skjaldbaka og fiska þar sem eiturefnin í þeim geta til dæmis valdið hormónatruflunum. Plastið og mengunin sem tengist því gengur síðan upp fæðukeðjuna og hefur á endanum áhrif á mannfólkið líka. Rannsóknir hafa sýnt að þessi plastmengun hefur áhrif á að minnsta kosti 267 dýrategundir í Kyrrahafinu einu saman. Báðum megin við tíu mínútna notkun á einni plastskeið er rask á náttúrujafnvægi sem teygir sig margar aldir í báðar áttir, og til skammtíma: vesen, mengun og rusl. Það er langt síðan uppþvottavélin var fundin upp og slík finnst á flestum heimilum. Það er alveg ástæðulaust að leggja heilu vistkerfin í rúst til þess að sleppa við að skola og raða í nokkrar mínútur og taka svo úr og raða löngu eftir að veislan er búin. Það eru takmörk fyrir því hvað má leyfa sér að finnast leiðinlegt að vaska upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun
Grillveisla í garðinum síðsumars með góðum vinum. Kjötið rifið úr umbúðunum, grænmetið þrifið upp úr pokunum og öllu skellt á. Borðað af diskum, drukkið úr glösum, matur skorinn í bita og stunginn með gaffli. Hrært í glösum með röri og kaffibollanum með teskeið. Og stóri munurinn á þessari veislu og veislunni sem sama fólk hélt fyrir tuttugu árum: það þarf ekkert að vaska upp! Plast er stórkostleg uppfinning. Við lifum á tímum þar sem það að draga olíu úr iðrum jarðar, flytja hana langar leiðir á olíuhreinsunarstöð og þaðan í verksmiðju, nota alls kyns skaðleg efni og fullt af vatni til að breyta henni í plast, lita plastið með enn fleiri skaðlegum efnum, móta það (sem hnífapör eða glös til dæmis), pakka því inn í meira plast, flytja það langar leiðir og nota til þess meiri olíu, keyra út í búð (enn meiri olía), kaupa plastið og setja í þriðja plastið, nú með höldum, bera heim, nota í tíu mínútur, henda í ruslið og ruslinu síðan í ruslatunnuna þaðan sem plastskeiðin okkar berst út í náttúruna þar sem hún eyðist seint og um síðir, kannski aldrei: allt þetta er talið minni fyrirhöfn en að vaska upp. Plast eyðist kannski einhvern tíma í lífríkinu en það gerist bæði hægt og illa. Á Vísindavefnum stendur að flest plastefni brotni mjög lítið niður í náttúrunni þó þau eyðist á mjög löngum tíma fyrir áhrif sólarljóss. Og mörg plastefni tætast niður í örsmáar einingar sem smjúga inn í lífríkið gegnum þörunga og smádýr í sjónum en enda líka í maga sjávarfugla, skjaldbaka og fiska þar sem eiturefnin í þeim geta til dæmis valdið hormónatruflunum. Plastið og mengunin sem tengist því gengur síðan upp fæðukeðjuna og hefur á endanum áhrif á mannfólkið líka. Rannsóknir hafa sýnt að þessi plastmengun hefur áhrif á að minnsta kosti 267 dýrategundir í Kyrrahafinu einu saman. Báðum megin við tíu mínútna notkun á einni plastskeið er rask á náttúrujafnvægi sem teygir sig margar aldir í báðar áttir, og til skammtíma: vesen, mengun og rusl. Það er langt síðan uppþvottavélin var fundin upp og slík finnst á flestum heimilum. Það er alveg ástæðulaust að leggja heilu vistkerfin í rúst til þess að sleppa við að skola og raða í nokkrar mínútur og taka svo úr og raða löngu eftir að veislan er búin. Það eru takmörk fyrir því hvað má leyfa sér að finnast leiðinlegt að vaska upp.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun