Þolendum og gerendum hjálpað 29. ágúst 2012 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórðungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika. Oft fylgja ofbeldinu grófar hótanir og eignaspjöll. Iðulega verða börn vitni að ofbeldinu. „Oft eru það börnin sjálf sem þurfa að hringja. Þetta getur verið andlegt ofbeldi, öskur og hótanir. Því miður eru þarna líka dæmi um að heimilið er rústir einar, börnin í áfalli og kannski móðir sem þarf að flytja á slysadeild," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi á Barnaverndarstofu. Hún hefur umsjón með tilraunaverkefni sem snýst um að veita börnum sem verða vitni að heimilisofbeldi sálgæzlu. Heimilisofbeldi er þjóðfélagsböl og hefur verið alltof lengi. Að stórum hluta er það kynbundið ofbeldi, þar sem karlar neyta aflsmunar og yfirburðastöðu gagnvart konum. Lengi vel var litið á slíkt sem nokkurs konar einkamál, sem lögreglan eða dómskerfið ætti ekki að skipta sér of mikið af. Það viðhorf hefur sem betur fer breytzt og lagaúrræði til að stöðva ofbeldið og koma lögum yfir gerendurna hafa verið styrkt. Mikið vantar þó upp á að þolendunum sé sinnt sem skyldi og gerendunum hjálpað að finna aðrar leiðir en ofbeldi til að leysa úr ágreiningi. Í nokkur ár hefur verið starfrækt meðferð fyrir ofbeldismenn undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Í síðustu viku var sagt frá góðum árangri þess verkefnis; flestir karlar sem gangast undir meðferðina hætta ofbeldinu strax við upphaf hennar. Þeir vilja líka sjálfir leita sér hjálpar; hina sem réttlæta það fyrir sjálfum sér að það megi berja konur sjá sálfræðingarnir ekki, sagði Einar Gylfi Jónsson, annar umsjónarmaður meðferðarinnar, hér í blaðinu. Þetta meðferðarúrræði hefur hins vegar frá upphafi verið fjársvelt. Það takmarkast til dæmis að mestu leyti við höfuðborgarsvæðið þótt auðvitað sé vandamálið að finna um allt land. Í ársskýrslu verkefnisins segir að nauðsynlegt sé að þróa verkefnið áfram og „auka þjónustu við landsbyggðina, auka þjónustu við nýbúa og bjóða konum sem beita ofbeldi á heimili upp á meðferð." Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu, sem er rekið í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögregluna, lýkur um áramót að óbreyttu. Ragna Guðbrandsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að reynslan af verkefninu væri hins vegar góð. Ofbeldið á heimilinu hætti þannig yfirleitt. „Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang," segir hún. Það væri auðvitað æskilegast að við gætum útrýmt heimilisofbeldinu og upprætt þau viðhorf og hugsunarhátt sem liggja að baki því. Það verður ekki gert á einum degi. Þótt verkefnin tvö sem hér voru nefnd snúi ekki sízt að afleiðingum ofbeldisins sýnir reynslan líka að þau hafa fyrirbyggjandi áhrif til framtíðar. Það á þess vegna að efla þessa þjónustu og festa hana í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórðungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika. Oft fylgja ofbeldinu grófar hótanir og eignaspjöll. Iðulega verða börn vitni að ofbeldinu. „Oft eru það börnin sjálf sem þurfa að hringja. Þetta getur verið andlegt ofbeldi, öskur og hótanir. Því miður eru þarna líka dæmi um að heimilið er rústir einar, börnin í áfalli og kannski móðir sem þarf að flytja á slysadeild," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi á Barnaverndarstofu. Hún hefur umsjón með tilraunaverkefni sem snýst um að veita börnum sem verða vitni að heimilisofbeldi sálgæzlu. Heimilisofbeldi er þjóðfélagsböl og hefur verið alltof lengi. Að stórum hluta er það kynbundið ofbeldi, þar sem karlar neyta aflsmunar og yfirburðastöðu gagnvart konum. Lengi vel var litið á slíkt sem nokkurs konar einkamál, sem lögreglan eða dómskerfið ætti ekki að skipta sér of mikið af. Það viðhorf hefur sem betur fer breytzt og lagaúrræði til að stöðva ofbeldið og koma lögum yfir gerendurna hafa verið styrkt. Mikið vantar þó upp á að þolendunum sé sinnt sem skyldi og gerendunum hjálpað að finna aðrar leiðir en ofbeldi til að leysa úr ágreiningi. Í nokkur ár hefur verið starfrækt meðferð fyrir ofbeldismenn undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Í síðustu viku var sagt frá góðum árangri þess verkefnis; flestir karlar sem gangast undir meðferðina hætta ofbeldinu strax við upphaf hennar. Þeir vilja líka sjálfir leita sér hjálpar; hina sem réttlæta það fyrir sjálfum sér að það megi berja konur sjá sálfræðingarnir ekki, sagði Einar Gylfi Jónsson, annar umsjónarmaður meðferðarinnar, hér í blaðinu. Þetta meðferðarúrræði hefur hins vegar frá upphafi verið fjársvelt. Það takmarkast til dæmis að mestu leyti við höfuðborgarsvæðið þótt auðvitað sé vandamálið að finna um allt land. Í ársskýrslu verkefnisins segir að nauðsynlegt sé að þróa verkefnið áfram og „auka þjónustu við landsbyggðina, auka þjónustu við nýbúa og bjóða konum sem beita ofbeldi á heimili upp á meðferð." Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu, sem er rekið í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögregluna, lýkur um áramót að óbreyttu. Ragna Guðbrandsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að reynslan af verkefninu væri hins vegar góð. Ofbeldið á heimilinu hætti þannig yfirleitt. „Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang," segir hún. Það væri auðvitað æskilegast að við gætum útrýmt heimilisofbeldinu og upprætt þau viðhorf og hugsunarhátt sem liggja að baki því. Það verður ekki gert á einum degi. Þótt verkefnin tvö sem hér voru nefnd snúi ekki sízt að afleiðingum ofbeldisins sýnir reynslan líka að þau hafa fyrirbyggjandi áhrif til framtíðar. Það á þess vegna að efla þessa þjónustu og festa hana í sessi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun