Les aldrei glæpasögur 30. ágúst 2012 00:01 Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen. Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira