Frostanótt gerir berin betri 30. ágúst 2012 07:00 Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum