Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran 31. ágúst 2012 01:00 Mohammed Morsi og Ali Akbar Velayati Forseti Egyptalands á tali við fyrrverandi utanríkisráðherra Írans á leiðtogafundinum í gær.nordicphotos/AFP „Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira