Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur, er látinn. Hann var 71 árs, fæddur 2. júní 1941.
Guðmundur lærði meðal annars köfun, myndlist og líffræði og lauk B.Sc. gráðu frá ríkisháskólanum í Ohio. Seinna lærði hann bæði ljósmyndun og sjávarlíffræði í Stokkhólmi. Þá stundaði hann listnám í Ohio.
Hann starfaði sem skólastjóri og kennari á ferli sínum. Hann starfaði jafnframt við köfun, trésmíðar, veiðar, hönnun og teikningar. Þá starfaði hann í seinni tíð sem rithöfundur, náttúrufræðingur og ljósmyndari. Hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Hálendið í náttúru Íslands, og var einnig tilnefndur til verðlaunanna fyrir Perlur í náttúru Íslands og Ströndin í náttúru Íslands.
Guðmundur Páll látinn
