Menning

Söguskilti um Svavar Guðnason

Hulda Rós Sigurðardóttir „Gerir sitt til að halda heiðri frænda síns Svavars Guðnasonar sem listamanns á lofti.“
Hulda Rós Sigurðardóttir „Gerir sitt til að halda heiðri frænda síns Svavars Guðnasonar sem listamanns á lofti.“ Mynd/Brynjúlfur Brynjólfsson
„Ég var að vinna á upplýsingamiðstöð hér á Höfn 2003 og varð vör við að margir ferðamenn höfðu áhuga á Svavari Guðnasyni listmálara,“ segir Hornfirðingurinn Hulda Rós Sigurðardóttir sem í byrjun sumars setti upp sögusýninguna „Svavar / náttúran – sagan“ í Listasafni Hornafjarðar.

Hana vann hún út frá meistaraverkefni sínu í hagnýtri menningarstjórnun við HÍ. Nú nýlega bætti hún um betur og gekk frá upplýsingaspjöldum um Svavar við einn af fjölförnustu göngustígum bæjarins sem liggur meðfram Sandbakkanum og segir þau augljóslega vekja athygli.

„Svavar var náfrændi minn og þess vegna er verkefnið að vissu leyti ákveðið tilfinningamál, að halda heiðri hans sem hornfirskum listamanni á lofti,“ segir Hulda Rós.

Aðeins vika er þar til sögusýningunni lýkur að sinni en spjöldin við Sandbakkann lifa áfram. Þar standa meðal annars þessi orð: Annars er Hornafjörður glæsilegasta sveit Íslands – bæði þorpið og umhverfið er eins og boðskapur til málarans!

Það er ekki hægt að komast hjá því að verða málari þar ef gáfur, löngun og vilji er fyrir hendi.

-gun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.