Ráðuneytið skoðar málið 1. september 2012 10:00 Ögmundur og jóhanna Ráðherrarnir hafa báðir fengið á sig úrskurði frá kærunefnd jafnréttismála. Nú skoðar innanríkisráðuneytið framhald málsins. Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent