Barist um stigameistaratitilinn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. september 2012 06:00 Signý Arnórsdóttir verður í baráttu um stigameistaratitilinn í kvennaflokki í dag. mynd/GSÍ Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, hófst í morgun á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Góð þátttaka er í mótinu og ellefu af alls tuttugu efstu á stigalistanum í karlaflokki eru á meðal keppenda. Hámarksfjöldi keppenda er 84 kylfingar í karlaflokki og komust ekki allir að sem vildu. Hörð barátta er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum. Í kvennaflokki verður baráttan um stigameistaratitilinn á milli Signýjar Arnórsdóttur og Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur – báðar úr Keili. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari. Keppni hófst kl. 7.30 í morgun eins og áður segir og eru keppendur ræstir út af 1. og 10. teigi. Síðari umferð dagsins hefst kl. 12.30 og er einnig ræst út af 1. og 10. teigi.- seth Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, hófst í morgun á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Góð þátttaka er í mótinu og ellefu af alls tuttugu efstu á stigalistanum í karlaflokki eru á meðal keppenda. Hámarksfjöldi keppenda er 84 kylfingar í karlaflokki og komust ekki allir að sem vildu. Hörð barátta er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum. Í kvennaflokki verður baráttan um stigameistaratitilinn á milli Signýjar Arnórsdóttur og Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur – báðar úr Keili. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari. Keppni hófst kl. 7.30 í morgun eins og áður segir og eru keppendur ræstir út af 1. og 10. teigi. Síðari umferð dagsins hefst kl. 12.30 og er einnig ræst út af 1. og 10. teigi.- seth
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira