Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum 1. september 2012 10:00 Bloggar um íslenska hönnun Magdalena Dybka bloggar um íslenska list og hönnun og er ætlunin að kynna hana fyrir pólskum lesendum. „Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira