Rokk, ról og góðir gestir 3. september 2012 15:00 Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira