Nemur hjá prjónadrottningu 5. september 2012 16:00 Fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir landaði starfsnámi hjá einu virtasta tískuhúsi í heimi, Soniu Rykiel í París. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp
Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira