Nýtur ríkisstjórnin sannmælis? Jón Steinsson skrifar 6. september 2012 06:00 Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þessar mundir. Nýjustu kannanir mæla stuðning við stjórnina upp á aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið og einnig í ljósi þess hversu mörgum stórum og mikilvægum málum ríkisstjórninni hefur tekist að koma í gegn á skömmum tíma. Lítum yfir farinn veg hjá ríkisstjórninni:1. Stóru bankarnir: Hún náði samningum við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings sem fólu í raun í sér einkavæðingu Íslandsbanka og Arion banka. Ég held að margir eigi til að gleyma því hvað þetta var mikilvægt. Upprunalega hugmyndin var að ríkið myndi eiga alla bankana þrjá. Og þar sem stór hluti fyrirtækja í landinu var í vanskilum hjá bönkunum eftir hrunið hefði ríkið því í raun svo gott sem átt stóran hluta margra fyrirtækja í landinu. Við hefðum verið ansi nálægt fullkomnum sósíalisma þar sem ríkið hefði getið hafist handa við fyrirgreiðslupólitík og miðstýringu af áður óþekktri stærðargráðu. En þess í stað einkavæddi þessi fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar tvo af bönkunum þremur á skömmum tíma án spillingar. Það verður að teljast talsvert afrek. 2. Ríkisfjármálin: Hún hefur sannarlega lyft grettistaki í ríkisfjármálum. Fjárlagahallinn þegar hún tók við var 13% af vergri þjóðarframleiðslu og ríkissjóður stefndi hraðbyri í greiðsluþrot. Nú hefur þessum fjárlagahalla að stærstum hluta verið eytt á örfáum árum. Það var gert með blöndu af niðurskurði og skattahækkunum en án þess að velferðarkerfið léti á sjá svo um munaði. Á árunum fyrir hrun var því stíft haldið fram að vinstrimönnum væri ekki treystandi til þess að reka ábyrga efnahagsstefnu. Hið gagnstæða hefur sannast. Vinstrimenn tóku við einum mesta efnahagsvanda sem við Íslendingar höfum upplifað og ráku svo ábyrga efnahagsstefnu að jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hampar þeim. Ef ekki fyrir þetta þá værum við í vondum málum í dag. 3. Landsvirkjun: Hún skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. Þá kom í ljós að Landsvirkjun hafði verið að selja orkuna með nokkuð ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. En nýr forstjóri hefur síðan lagt áherslu á að hverfa af þeirri braut. Og nú glittir í það að Landsvirkjun geti farið að greiða eiganda sínum talsverðan arð. Það var mikið! 4. Seðlabankinn: Hún rak Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Ég hvet lesendur til þess að reyna að hugsa þá hugsun til enda að Davíð væri enn seðlabankastjóri. 5. Skuldavandi heimilanna: Hún hefur staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu. Slík skuldaniðurfelling hefði haft afleitar afleiðingar. Hún hefði verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar. Hún hefði kostað ríkið hundruð milljarða og því í raun þýtt miklu hærri skatta í áratugi (og eru skattar nógu háir fyrir). Hún hefði í mörgum tilfellum falið í sér stórkostlegar niðurgreiðslur til hátekju- og stóreignafólks á kostnað almennra skattgreiðenda. Og hún hefði falið í sér verulega tilfærslu fjár frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins (hún hefði verið einhver stærsti landsbyggðarskattur sögunnar). Í stað almennrar niðurfellingar hefur ríkisstjórnin staðið fyrir aðgerðum sem beinast sérstaklega að þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda (110% leiðin, greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun, beina brautin, breytingar á gjaldþrotalögum). Það er súrt að sjá ríkisstjórnina gjalda fyrir það að taka jafn skynsama afstöðu í jafn mikilvægu máli. Og sérstaklega súrt að sjá sjálfskipaða postula eignarréttar og ábyrgrar efnahagsstefnu kasta klæðunum og herja á ríkistjórnina í þessu máli. 6. Skattkerfið: Hún hefur gert grundvallarbreytingar á skattkerfinu sem miða að því að skattar leggist frekar á þá sem eru betur í stakk búnir til þess að greiða þá, þ.e. hátekju- og stóreignafólk. Á árunum fyrir hrun voru skattar á háar tekjur og fjármagnstekjur lækkaðir á meðan hækkun persónuafsláttarins hélt ekki í við laun. Fyrir vikið hækkuðu skatthlutföll lág- og millitekjufólks á meðan skatthlutföll hátekjufólks lækkuðu verulega. Á síðustu árum fyrir hrun var skattkerfið orðið þannig að þeir sem mestar tekjur höfðu greiddu lægra hlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá stærstum hluta þjóðarinnar. 7. Veiðigjald: Hún hefur lagt á veiðigjald sem loksins tryggir að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem verður til í sjávarútvegi. Fram að þessu hefur útgerðin fengið verðmætum aflaheimildum úthlutað frá hinu opinbera nánast án endurgjalds. Þessi ráðstöfun hefur fært eigendum útgerðarfyrirtækja ævintýralegan auð umfram eðlilegan arð af því fé sem þeir hafa lagt til rekstrarins. Á árunum frá hruni hefur þessi umframarður líklega numið um 45 ma.kr. árlega. Markmið ríkisstjórnarinnar er að veiðigjaldið leggist einungis á þennan umframarð. Þetta er framkvæmt með því að reikna fyrst framlegð útgerðarinnar í heild og draga síðan frá eðlilegan arð af því fé sem eigendur útgerðarinnar hafa lagt til rekstrarins (skip, frystihús o.s.frv.). Veiðigjaldið leggst einungis á þá upphæð sem eftir stendur. Vitaskuld er erfitt að meta nákvæmlega hver umframarðurinn í sjávarútvegi er. En þessi aðferð ríkisstjórnarinnar er snjöll og ætti að komast nálægt því að leggja gjald einungis á umframarðinn. Af þessum sökum mun veiðigjaldið tryggja hvort tveggja, að útgerðin búi við blómleg rekstrarskilyrði til frambúðar og að þjóðin fá sanngjarnan hluta auðlindaarðsins. 8. Breytingar á stjórnarráðinu: Hún hefur fækkað ráðuneytum úr tólf í átta. Stærsta breytingin er tilkoma atvinnuvegaráðuneytisins. Sú ráðstöfun að hafa sérstök ráðuneyti tileinkuð málefnum landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar orkaði tvímælis. Hættan var vitaskuld sú að ráðherrar í þessum ráðuneytum ynnu að hagsmunum „sinna" atvinnugreina jafnvel þegar þeir sköruðust við almannahagsmuni eða hagsmuni annarra atvinnugreina. Stofnun atvinnuvegaráðuneytis ætti að draga verulega úr þessari hættu. Vitaskuld er ekki allt gott sem þessi ríkisstjórn hefur gert og hún hefur langt frá því leyst öll erfið vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þar ber hæst gjaldeyrismálin. Lítið hefur miðað í þeim málum. Meðhöndlun Icesave og seinagangur varðandi framkvæmdir (t.d. stækkun vega út úr borginni) eru ámælisverð að mínu mati. Og svo er ég sjálfur ekki sérstaklega áhugasamur um inngöngu í Evrópusambandið, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð þess sambands. En þegar það jákvæða er borið saman við það neikvæða vegur það jákvæða mun þyngra í mínum huga. Ísland er í ótrúlega góðri stöðu í dag aðeins þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem þessi ríkisstjórn tók eiga mikinn þátt í þessum viðsnúningi. Ég vona að hún njóti sannmælis hvað það varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðun Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þessar mundir. Nýjustu kannanir mæla stuðning við stjórnina upp á aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið og einnig í ljósi þess hversu mörgum stórum og mikilvægum málum ríkisstjórninni hefur tekist að koma í gegn á skömmum tíma. Lítum yfir farinn veg hjá ríkisstjórninni:1. Stóru bankarnir: Hún náði samningum við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings sem fólu í raun í sér einkavæðingu Íslandsbanka og Arion banka. Ég held að margir eigi til að gleyma því hvað þetta var mikilvægt. Upprunalega hugmyndin var að ríkið myndi eiga alla bankana þrjá. Og þar sem stór hluti fyrirtækja í landinu var í vanskilum hjá bönkunum eftir hrunið hefði ríkið því í raun svo gott sem átt stóran hluta margra fyrirtækja í landinu. Við hefðum verið ansi nálægt fullkomnum sósíalisma þar sem ríkið hefði getið hafist handa við fyrirgreiðslupólitík og miðstýringu af áður óþekktri stærðargráðu. En þess í stað einkavæddi þessi fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar tvo af bönkunum þremur á skömmum tíma án spillingar. Það verður að teljast talsvert afrek. 2. Ríkisfjármálin: Hún hefur sannarlega lyft grettistaki í ríkisfjármálum. Fjárlagahallinn þegar hún tók við var 13% af vergri þjóðarframleiðslu og ríkissjóður stefndi hraðbyri í greiðsluþrot. Nú hefur þessum fjárlagahalla að stærstum hluta verið eytt á örfáum árum. Það var gert með blöndu af niðurskurði og skattahækkunum en án þess að velferðarkerfið léti á sjá svo um munaði. Á árunum fyrir hrun var því stíft haldið fram að vinstrimönnum væri ekki treystandi til þess að reka ábyrga efnahagsstefnu. Hið gagnstæða hefur sannast. Vinstrimenn tóku við einum mesta efnahagsvanda sem við Íslendingar höfum upplifað og ráku svo ábyrga efnahagsstefnu að jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hampar þeim. Ef ekki fyrir þetta þá værum við í vondum málum í dag. 3. Landsvirkjun: Hún skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. Þá kom í ljós að Landsvirkjun hafði verið að selja orkuna með nokkuð ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. En nýr forstjóri hefur síðan lagt áherslu á að hverfa af þeirri braut. Og nú glittir í það að Landsvirkjun geti farið að greiða eiganda sínum talsverðan arð. Það var mikið! 4. Seðlabankinn: Hún rak Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Ég hvet lesendur til þess að reyna að hugsa þá hugsun til enda að Davíð væri enn seðlabankastjóri. 5. Skuldavandi heimilanna: Hún hefur staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu. Slík skuldaniðurfelling hefði haft afleitar afleiðingar. Hún hefði verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar. Hún hefði kostað ríkið hundruð milljarða og því í raun þýtt miklu hærri skatta í áratugi (og eru skattar nógu háir fyrir). Hún hefði í mörgum tilfellum falið í sér stórkostlegar niðurgreiðslur til hátekju- og stóreignafólks á kostnað almennra skattgreiðenda. Og hún hefði falið í sér verulega tilfærslu fjár frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins (hún hefði verið einhver stærsti landsbyggðarskattur sögunnar). Í stað almennrar niðurfellingar hefur ríkisstjórnin staðið fyrir aðgerðum sem beinast sérstaklega að þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda (110% leiðin, greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun, beina brautin, breytingar á gjaldþrotalögum). Það er súrt að sjá ríkisstjórnina gjalda fyrir það að taka jafn skynsama afstöðu í jafn mikilvægu máli. Og sérstaklega súrt að sjá sjálfskipaða postula eignarréttar og ábyrgrar efnahagsstefnu kasta klæðunum og herja á ríkistjórnina í þessu máli. 6. Skattkerfið: Hún hefur gert grundvallarbreytingar á skattkerfinu sem miða að því að skattar leggist frekar á þá sem eru betur í stakk búnir til þess að greiða þá, þ.e. hátekju- og stóreignafólk. Á árunum fyrir hrun voru skattar á háar tekjur og fjármagnstekjur lækkaðir á meðan hækkun persónuafsláttarins hélt ekki í við laun. Fyrir vikið hækkuðu skatthlutföll lág- og millitekjufólks á meðan skatthlutföll hátekjufólks lækkuðu verulega. Á síðustu árum fyrir hrun var skattkerfið orðið þannig að þeir sem mestar tekjur höfðu greiddu lægra hlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá stærstum hluta þjóðarinnar. 7. Veiðigjald: Hún hefur lagt á veiðigjald sem loksins tryggir að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem verður til í sjávarútvegi. Fram að þessu hefur útgerðin fengið verðmætum aflaheimildum úthlutað frá hinu opinbera nánast án endurgjalds. Þessi ráðstöfun hefur fært eigendum útgerðarfyrirtækja ævintýralegan auð umfram eðlilegan arð af því fé sem þeir hafa lagt til rekstrarins. Á árunum frá hruni hefur þessi umframarður líklega numið um 45 ma.kr. árlega. Markmið ríkisstjórnarinnar er að veiðigjaldið leggist einungis á þennan umframarð. Þetta er framkvæmt með því að reikna fyrst framlegð útgerðarinnar í heild og draga síðan frá eðlilegan arð af því fé sem eigendur útgerðarinnar hafa lagt til rekstrarins (skip, frystihús o.s.frv.). Veiðigjaldið leggst einungis á þá upphæð sem eftir stendur. Vitaskuld er erfitt að meta nákvæmlega hver umframarðurinn í sjávarútvegi er. En þessi aðferð ríkisstjórnarinnar er snjöll og ætti að komast nálægt því að leggja gjald einungis á umframarðinn. Af þessum sökum mun veiðigjaldið tryggja hvort tveggja, að útgerðin búi við blómleg rekstrarskilyrði til frambúðar og að þjóðin fá sanngjarnan hluta auðlindaarðsins. 8. Breytingar á stjórnarráðinu: Hún hefur fækkað ráðuneytum úr tólf í átta. Stærsta breytingin er tilkoma atvinnuvegaráðuneytisins. Sú ráðstöfun að hafa sérstök ráðuneyti tileinkuð málefnum landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar orkaði tvímælis. Hættan var vitaskuld sú að ráðherrar í þessum ráðuneytum ynnu að hagsmunum „sinna" atvinnugreina jafnvel þegar þeir sköruðust við almannahagsmuni eða hagsmuni annarra atvinnugreina. Stofnun atvinnuvegaráðuneytis ætti að draga verulega úr þessari hættu. Vitaskuld er ekki allt gott sem þessi ríkisstjórn hefur gert og hún hefur langt frá því leyst öll erfið vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þar ber hæst gjaldeyrismálin. Lítið hefur miðað í þeim málum. Meðhöndlun Icesave og seinagangur varðandi framkvæmdir (t.d. stækkun vega út úr borginni) eru ámælisverð að mínu mati. Og svo er ég sjálfur ekki sérstaklega áhugasamur um inngöngu í Evrópusambandið, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð þess sambands. En þegar það jákvæða er borið saman við það neikvæða vegur það jákvæða mun þyngra í mínum huga. Ísland er í ótrúlega góðri stöðu í dag aðeins þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem þessi ríkisstjórn tók eiga mikinn þátt í þessum viðsnúningi. Ég vona að hún njóti sannmælis hvað það varðar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun