Tónelskir læknar stíga á svið í nýrri tónleikaröð 6. september 2012 07:00 Helgi Júlíus Óskarsson, Haukur Heiðar Hauksson, Jón Steinar Jónsson og Michael Clausen spila á læknatónleikunum á mánudaginn. fréttablaðið/valli „Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Vaskur hópur lækna tekur sér frí frá krefjandi læknastörfum sínum og stígur á svið á Kaffi Rósenberg á mánudagskvöld kl. 20.30. Þar verða haldnir fyrstu ókeypis tónleikarnir í nýrri tónleikaröð sem vonast er til að verði haldin nokkrum sinnum á ári, einungis með læknum í fararbroddi. „Við komum eiginlega ekki fleirum að. Það voru menn sem komust ekki að núna sem geta fyllt annað kvöld,“ segir Helgi Júlíus. Hann er einn þeirra sem stíga á svið og syngja frumsamin lög. Sjö önnur atriði eru á efnisskránni. Oktettinn Einn tvöfaldur, sem er átta manna karlakór, mætir á svæðið, Gleðisveit Guðlaugar spilar djasskennda læknatónlist, doktor Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu spilar eigin lög og læknirinn Jón Steinar Jónsson kemur með tríóið sitt Triceps, sem er einnig skipað Helga Júlíusi og Þórði Þorkelssyni. Sá síðastnefndi hefur jafnframt upp raust sína einn á sviðinu, rétt eins og hjartalæknirinn Ragnar Danielssen. Hann var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Loks mætir barnalæknirinn Michael Clausen til leiks með hljómsveit með í för. Ef svo óheppilega vill til að einhver tónleikagesta fái aðsvif eða annað slíkt á tónleikunum er ljóst að hann gæti ekki valið betri stað til þess. Helgi Júlíus gaf á síðasta ári út reggíplötuna Kominn heim og hafa tvö lög af henni með söngvaranum Valdimari Guðmundssyni náð miklum vinsældum, sérstaklega Stöndum saman. Hann er með nýja plötu tilbúna sem kemur út eftir áramót. Lögin verða í blússtíl og margir frægir söngvarar verða í gestahlutverkum, sem Helgi vill ekki nefna á nafn að svo stöddu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Vaskur hópur lækna tekur sér frí frá krefjandi læknastörfum sínum og stígur á svið á Kaffi Rósenberg á mánudagskvöld kl. 20.30. Þar verða haldnir fyrstu ókeypis tónleikarnir í nýrri tónleikaröð sem vonast er til að verði haldin nokkrum sinnum á ári, einungis með læknum í fararbroddi. „Við komum eiginlega ekki fleirum að. Það voru menn sem komust ekki að núna sem geta fyllt annað kvöld,“ segir Helgi Júlíus. Hann er einn þeirra sem stíga á svið og syngja frumsamin lög. Sjö önnur atriði eru á efnisskránni. Oktettinn Einn tvöfaldur, sem er átta manna karlakór, mætir á svæðið, Gleðisveit Guðlaugar spilar djasskennda læknatónlist, doktor Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu spilar eigin lög og læknirinn Jón Steinar Jónsson kemur með tríóið sitt Triceps, sem er einnig skipað Helga Júlíusi og Þórði Þorkelssyni. Sá síðastnefndi hefur jafnframt upp raust sína einn á sviðinu, rétt eins og hjartalæknirinn Ragnar Danielssen. Hann var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Loks mætir barnalæknirinn Michael Clausen til leiks með hljómsveit með í för. Ef svo óheppilega vill til að einhver tónleikagesta fái aðsvif eða annað slíkt á tónleikunum er ljóst að hann gæti ekki valið betri stað til þess. Helgi Júlíus gaf á síðasta ári út reggíplötuna Kominn heim og hafa tvö lög af henni með söngvaranum Valdimari Guðmundssyni náð miklum vinsældum, sérstaklega Stöndum saman. Hann er með nýja plötu tilbúna sem kemur út eftir áramót. Lögin verða í blússtíl og margir frægir söngvarar verða í gestahlutverkum, sem Helgi vill ekki nefna á nafn að svo stöddu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira