Heiður að fá að prófa leiklistina 7. september 2012 14:00 Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fer með hlutverk í kvikmyndinni Frost. fréttablaðið/gva Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fer með hlutverk í spennumyndinni Frosti sem frumsýnd verður í kvöld. Þetta er þriðja kvikmyndahlutverk Halls sem segist hafa ofsalega gaman af því að spreyta sig á leiklistinni. „Ég hef ekki beint verið að sækjast eftir því að fá hlutverk, þetta hefur bara þróast þannig. Ég hef samið tónlist fyrir bæði leikverk og kvikmyndir og þannig hefur eitt leitt af öðru,“ segir Hallur. Hann leikur jöklafræðinginn Róbert í spennumyndinni Frost og viðurkennir að það hafi verið einstök upplifun að fá að verja tíma uppi á jökli. „Ég var við tökur í þrjá daga í það heila og lærði að keyra vélsleða og síga ofan í sprungur. Ég var þó aldrei hræddur þarna uppi því við vorum umkringd mönnum sem voru öllum hnútum kunnugir og öryggið var til fyrirmyndar.“ Inntur eftir því hvort hann finni nokkurn tímann til feimni að leika á móti faglærðum leikurum líkt og Birni Thors og Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur svarar Hallur neitandi. Hann segir orðið „heiður“ koma fyrst upp í hugann. „Mér finnst þetta heiður og vil því standa mig sem best og leika eins vel og ég get.'' Hallur lék einnig vonda karlinn í myndinni Algjör Sveppi og dularfulla herbergið og fer að auki með hlutverk í mynd sem ber vinnuheitið Þetta reddast. Hann hefur þó ekki sagt skilið við tónlistina, sem er að hans sögn stóra ástin í lífi hans. „Tónlistin er enn þá aðal, það er stóra ástin. Ég er að fara að gera tónlist fyrir sjónvarpsþætti sem Lars Emil Árnason leikstýrir og fyrir leikverk eftir Jón Atla Jónasson. Svo er ég að vinna í sólóplötu og annarri plötu með hljómsveit sem ég er í. Sveitin er enn nafnlaus en við erum með fullt af tilbúnum lögum.“ - sm Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fer með hlutverk í spennumyndinni Frosti sem frumsýnd verður í kvöld. Þetta er þriðja kvikmyndahlutverk Halls sem segist hafa ofsalega gaman af því að spreyta sig á leiklistinni. „Ég hef ekki beint verið að sækjast eftir því að fá hlutverk, þetta hefur bara þróast þannig. Ég hef samið tónlist fyrir bæði leikverk og kvikmyndir og þannig hefur eitt leitt af öðru,“ segir Hallur. Hann leikur jöklafræðinginn Róbert í spennumyndinni Frost og viðurkennir að það hafi verið einstök upplifun að fá að verja tíma uppi á jökli. „Ég var við tökur í þrjá daga í það heila og lærði að keyra vélsleða og síga ofan í sprungur. Ég var þó aldrei hræddur þarna uppi því við vorum umkringd mönnum sem voru öllum hnútum kunnugir og öryggið var til fyrirmyndar.“ Inntur eftir því hvort hann finni nokkurn tímann til feimni að leika á móti faglærðum leikurum líkt og Birni Thors og Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur svarar Hallur neitandi. Hann segir orðið „heiður“ koma fyrst upp í hugann. „Mér finnst þetta heiður og vil því standa mig sem best og leika eins vel og ég get.'' Hallur lék einnig vonda karlinn í myndinni Algjör Sveppi og dularfulla herbergið og fer að auki með hlutverk í mynd sem ber vinnuheitið Þetta reddast. Hann hefur þó ekki sagt skilið við tónlistina, sem er að hans sögn stóra ástin í lífi hans. „Tónlistin er enn þá aðal, það er stóra ástin. Ég er að fara að gera tónlist fyrir sjónvarpsþætti sem Lars Emil Árnason leikstýrir og fyrir leikverk eftir Jón Atla Jónasson. Svo er ég að vinna í sólóplötu og annarri plötu með hljómsveit sem ég er í. Sveitin er enn nafnlaus en við erum með fullt af tilbúnum lögum.“ - sm
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira