2700 límbandsrúllur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. september 2012 06:00 Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt? Ég veit það ekki, en Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, veit það. Hann var í þeirri stöðu, sem svo margir aðrir hafa verið í undanfarin ár, að vera boðin betur borguð vinna í öðru landi, Svíþjóð nánar til tekið. Þar hefði hann kannski getað hitt fyrir einhvern þeirra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða annarra starfsmanna sem hafa flutt af landi brott þar sem íslensk laun dugðu ekki til framfærslu fjölskyldunnar. Til þess kom þó ekki. Velferðarráðherra steig fram á sjónarsviðið og hækkaði laun forstjórans. Ekki mátti minna duga en 450 þúsund króna hækkun til að forstjórinn yrði ánægður hér í starfi. Meðallaun á Íslandi árið 2011 voru 365 þúsund krónur. Rúmlega 60 prósent launamanna voru með laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Velferðarráðherra hækkaði laun forstjórans um vel rúmlega mánaðarlaun þessa fólks. Það er vel í lagt. Forstjórinn hefur verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið og yfirleitt vegna þess hve mikið hefur þurft að spara í rekstri Landspítalans. Þar hefur hann talað fyrir aðhaldi; horfa hefur þurft í hverja krónu, hvern eyri. Endurnýjun tækja verður að bíða og þau rimpuð saman með límbandi, hagræðingarkröfunni verður að ná. Starfsfólk verður að taka á sig aukið álag og launaskerðingu, hagræðingarkröfunni verður að ná. En ekki í launum forstjórans. Við þau má bæta ríflega 1,2 meðallaunum. Og ekki voru þau lág fyrir. Hver er ábyrgð forstjórans eftir þessa hækkun? Mun hann geta talað fyrir frekari niðurskurði á spítalanum eftir hana? Og varla var staða hans þannig að 1,8 milljónir króna dugðu ekki á mánuði fyrir framfærslu hans? Því verður ekki trúað upp á jafn grandvaran mann og forstjórinn er. Langaði hann bara í meiri pening? Mig líka. Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmlega 1,8 milljón á mánuði? Ég veit það ekki, en fyrir hækkunina, 450 þúsund krónur, getur forstjórinn keypt 2.700 límbandsrúllur á ári. Það má líma mörg læknatæki saman með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt? Ég veit það ekki, en Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, veit það. Hann var í þeirri stöðu, sem svo margir aðrir hafa verið í undanfarin ár, að vera boðin betur borguð vinna í öðru landi, Svíþjóð nánar til tekið. Þar hefði hann kannski getað hitt fyrir einhvern þeirra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða annarra starfsmanna sem hafa flutt af landi brott þar sem íslensk laun dugðu ekki til framfærslu fjölskyldunnar. Til þess kom þó ekki. Velferðarráðherra steig fram á sjónarsviðið og hækkaði laun forstjórans. Ekki mátti minna duga en 450 þúsund króna hækkun til að forstjórinn yrði ánægður hér í starfi. Meðallaun á Íslandi árið 2011 voru 365 þúsund krónur. Rúmlega 60 prósent launamanna voru með laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Velferðarráðherra hækkaði laun forstjórans um vel rúmlega mánaðarlaun þessa fólks. Það er vel í lagt. Forstjórinn hefur verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið og yfirleitt vegna þess hve mikið hefur þurft að spara í rekstri Landspítalans. Þar hefur hann talað fyrir aðhaldi; horfa hefur þurft í hverja krónu, hvern eyri. Endurnýjun tækja verður að bíða og þau rimpuð saman með límbandi, hagræðingarkröfunni verður að ná. Starfsfólk verður að taka á sig aukið álag og launaskerðingu, hagræðingarkröfunni verður að ná. En ekki í launum forstjórans. Við þau má bæta ríflega 1,2 meðallaunum. Og ekki voru þau lág fyrir. Hver er ábyrgð forstjórans eftir þessa hækkun? Mun hann geta talað fyrir frekari niðurskurði á spítalanum eftir hana? Og varla var staða hans þannig að 1,8 milljónir króna dugðu ekki á mánuði fyrir framfærslu hans? Því verður ekki trúað upp á jafn grandvaran mann og forstjórinn er. Langaði hann bara í meiri pening? Mig líka. Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmlega 1,8 milljón á mánuði? Ég veit það ekki, en fyrir hækkunina, 450 þúsund krónur, getur forstjórinn keypt 2.700 límbandsrúllur á ári. Það má líma mörg læknatæki saman með þeim.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun