Gráðuga dagmamman Pawel Bartoszek skrifar 7. september 2012 06:00 Í fréttum vikunnar var þetta helst: Til eru foreldrar sem vilja borga mikið fyrir að vera með barnið hjá dagmömmu. Fyrir vikið fá sumar dagmömmur mikið borgað. Hjá Kópavogsbæ er leitað leiða til tækla þetta vandamál. Því er stundum fleygt fram að þeir sem vinni við menntun og gæslu barna hafi of lág laun. Auðveldlega má taka undir það að til eru menn og konur í uppeldisgeiranum sem eiga skilið að vera hátekjufólk. En ef einhver á að fá meira borgað þá þarf einhver að borga honum meira. Ólíklegt er að besta leiðin að þykkara launaumslagi liggi í gegnum tíðari og lengri verkföll þar sem hringrás samúðar og pirrings kjósenda þvingar stjórnmálamenn til að hækka laun kennara og dagforeldra meira en laun annarra. Fljótlegast væri einfaldlega að þeir kennarar og dagforeldrar sem það gætu innheimtu sanngjarnt gjald fyrir vinnu sína. Ræðum „sanngirni" betur í lokin en kannski þarf fólk bara að venjast því að eyða meira í menntun og minna í aðra hluti. Lágtekjufólk skuluð þið veraFjallað var um mál dagforeldra í Kópavogi í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Sagan er þessi: Kópavogsbær vill hækka greiðslur sínar til dagforeldra úr 35 þúsundum í 45 þúsund á mánuði með hverju barni en um leið setja hámark á það gjald sem dagforeldrar innheimta af foreldrum. Foreldrar munu sjálfir því ekki geta borgað meira en 45 þúsund á mánuði fyrir dagmömmu. Kópavogur vill sem sagt banna foreldrum að borga meira en heilar 263 krónur á tímann fyrir að láta passa barnið sitt. Fram kom í fréttinni að í dag væri algengt gjald foreldranna á bilinu 45 upp í 65 þúsund krónur. Þó væru dæmi um að gjaldið væri 90 þúsund krónur (heilar 500 kr. á tímann), sérstaklega í hverfum þar sem mörg börn væru en fáir dagforeldrar. Ef þessar tölur eru réttar þá þýðir það að tekjur einhvers dagforeldris muni lækka um meira en 150 þúsund. Einhverjar líkur eru þá á því að þessari manneskju þyki slík tekjulækkun það mikil að hún hætti bara störfum. Þar með mun dagforeldrum fækka. Mest verða áhrifin þar sem tekjurnar voru hæstar, það er að segja í þeim hverfum þar sem börnin eru mörg en dagforeldrarnir fáir. Vandi þeirra hverfa eykst þá enn frekar en menn finna örugglega upp á einhverri „aðgerðaráætlun" til að reyna að bregðast við þessu sjálfskapaða rugli. Allir jafnir að ofanÞótt í tísku sé að tala illa um frjálsan markað þá gerir hann marga hluti alveg ágætlega. Hann er fáum öðrum kerfum betri þegar kemur að því að hindra skort á vörum og þjónustu. Ef það vantar dagmömmur í eitthvert hverfi þá verður dýrara að vera með barn hjá dagmömmu í því hverfi. Þá mun borga sig að gæta barna í því hverfi. Þar með mun dagmömmum í því hverfi fjölga. Þá eykst samkeppnin og verðið lækkar hugsanlega á ný. Frjáls markaður fær fólk til að forgangsraða. Menn þurfa kannski dagmömmu mismikið, sumir vilja borga meira fyrir að hafa hana nær, öðrum er alveg sama. Ef við skyldum alla dagforeldra til að rukka sama verð þá þarf aðrar leiðir en verðsamkeppni til að leysa skort. Fólk mun bíða á biðlistum. Fólk mun keyra langar leiðir. Ætla menn að banna fólki að keyra frá Kópavoginum upp í Grafarvog til að fara með barnið í daggæslu? Og ef ekki, af hverju má þá banna fólki að borga meira fyrir dagmömmu sem er nær? Svo er annað. Það er látið eins og 45 þúsund krónur séu einhver suddalegur peningur, því um menntun og umönnun barna er að ræða. Samt hóstar enginn bifvélavirki á bílinn manns fyrir minna. Sú forgangsröðun er pirrandi. Í frétt um dagmæðurnar í Kópavogi kom fram að bærinn vildi leita leiða til að verðið fyrir daggæslu yrði „sanngjarnt fyrir báða". Það verð sem er „sanngjarnt fyrir báða" er auðvitað það verð sem annar er tilbúinn að borga og hinn tilbúinn að rukka. En ekki það eina verð sem einhver stjórnmálamaður hefur reiknað út að henti öllum best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í fréttum vikunnar var þetta helst: Til eru foreldrar sem vilja borga mikið fyrir að vera með barnið hjá dagmömmu. Fyrir vikið fá sumar dagmömmur mikið borgað. Hjá Kópavogsbæ er leitað leiða til tækla þetta vandamál. Því er stundum fleygt fram að þeir sem vinni við menntun og gæslu barna hafi of lág laun. Auðveldlega má taka undir það að til eru menn og konur í uppeldisgeiranum sem eiga skilið að vera hátekjufólk. En ef einhver á að fá meira borgað þá þarf einhver að borga honum meira. Ólíklegt er að besta leiðin að þykkara launaumslagi liggi í gegnum tíðari og lengri verkföll þar sem hringrás samúðar og pirrings kjósenda þvingar stjórnmálamenn til að hækka laun kennara og dagforeldra meira en laun annarra. Fljótlegast væri einfaldlega að þeir kennarar og dagforeldrar sem það gætu innheimtu sanngjarnt gjald fyrir vinnu sína. Ræðum „sanngirni" betur í lokin en kannski þarf fólk bara að venjast því að eyða meira í menntun og minna í aðra hluti. Lágtekjufólk skuluð þið veraFjallað var um mál dagforeldra í Kópavogi í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Sagan er þessi: Kópavogsbær vill hækka greiðslur sínar til dagforeldra úr 35 þúsundum í 45 þúsund á mánuði með hverju barni en um leið setja hámark á það gjald sem dagforeldrar innheimta af foreldrum. Foreldrar munu sjálfir því ekki geta borgað meira en 45 þúsund á mánuði fyrir dagmömmu. Kópavogur vill sem sagt banna foreldrum að borga meira en heilar 263 krónur á tímann fyrir að láta passa barnið sitt. Fram kom í fréttinni að í dag væri algengt gjald foreldranna á bilinu 45 upp í 65 þúsund krónur. Þó væru dæmi um að gjaldið væri 90 þúsund krónur (heilar 500 kr. á tímann), sérstaklega í hverfum þar sem mörg börn væru en fáir dagforeldrar. Ef þessar tölur eru réttar þá þýðir það að tekjur einhvers dagforeldris muni lækka um meira en 150 þúsund. Einhverjar líkur eru þá á því að þessari manneskju þyki slík tekjulækkun það mikil að hún hætti bara störfum. Þar með mun dagforeldrum fækka. Mest verða áhrifin þar sem tekjurnar voru hæstar, það er að segja í þeim hverfum þar sem börnin eru mörg en dagforeldrarnir fáir. Vandi þeirra hverfa eykst þá enn frekar en menn finna örugglega upp á einhverri „aðgerðaráætlun" til að reyna að bregðast við þessu sjálfskapaða rugli. Allir jafnir að ofanÞótt í tísku sé að tala illa um frjálsan markað þá gerir hann marga hluti alveg ágætlega. Hann er fáum öðrum kerfum betri þegar kemur að því að hindra skort á vörum og þjónustu. Ef það vantar dagmömmur í eitthvert hverfi þá verður dýrara að vera með barn hjá dagmömmu í því hverfi. Þá mun borga sig að gæta barna í því hverfi. Þar með mun dagmömmum í því hverfi fjölga. Þá eykst samkeppnin og verðið lækkar hugsanlega á ný. Frjáls markaður fær fólk til að forgangsraða. Menn þurfa kannski dagmömmu mismikið, sumir vilja borga meira fyrir að hafa hana nær, öðrum er alveg sama. Ef við skyldum alla dagforeldra til að rukka sama verð þá þarf aðrar leiðir en verðsamkeppni til að leysa skort. Fólk mun bíða á biðlistum. Fólk mun keyra langar leiðir. Ætla menn að banna fólki að keyra frá Kópavoginum upp í Grafarvog til að fara með barnið í daggæslu? Og ef ekki, af hverju má þá banna fólki að borga meira fyrir dagmömmu sem er nær? Svo er annað. Það er látið eins og 45 þúsund krónur séu einhver suddalegur peningur, því um menntun og umönnun barna er að ræða. Samt hóstar enginn bifvélavirki á bílinn manns fyrir minna. Sú forgangsröðun er pirrandi. Í frétt um dagmæðurnar í Kópavogi kom fram að bærinn vildi leita leiða til að verðið fyrir daggæslu yrði „sanngjarnt fyrir báða". Það verð sem er „sanngjarnt fyrir báða" er auðvitað það verð sem annar er tilbúinn að borga og hinn tilbúinn að rukka. En ekki það eina verð sem einhver stjórnmálamaður hefur reiknað út að henti öllum best.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun