Hlynur: Leikjafyrirkomulagið yfirmáta heimskulegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2012 06:00 Hlynur hefur staðið í ströngu með íslenska landsliðinu. fréttablaðið/valli Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 101-92, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísland skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og var með 22ja stiga forystu að honum loknum. Svartfellingar komu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og söxuðu á forystuna, jafnt og þétt. Pavel Ermolinskij meiddist snemma í síðari hálfleik a og Haukur Helgi Pálsson spilaði aðeins örfáar mínútur í síðari hálfleik vegna villuvandræða. Jón Arnór Stefánsson átti stórleik en fékk sína fimmtu villu í stöðunni 83-80 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Svartfellingar gengu á lagið, skoruðu ellefu stig í röð og gerðu út um leikinn. „Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en ég hef verið að bíða nokkuð lengi eftir því að fá svona leik þar sem við byrjum jafn vel og við gerðum í dag," sagði Hlynur Bæringsson. „Það er ekki gaman að tapa með reisn, þó svo að við getum sagt að við spiluðum vel. Þetta hefur verið erfitt og fyrir utan leikinn í Ísrael hafa síðustu leikir ekki verið góðir." Landsliðið hefur nú spilað níu leiki í undankeppninni og alltaf til skiptis á heima- og útivelli. Öll liðin í riðli Íslands eru í austurhluta Evrópu og því gríðarlega mikil ferðalög að baki. Strákarnir spila lokaleik sinn í undankeppninni í Eistlandi á morgun. Peter Öqvist landsliðsþjálfari hefur keyrt liðið áfram á fáum mönnum en segir samt að ferðaþreytan hafi meiri áhrif á spilamennsku liðsins en álag á lykilmenn. „Við höfum verið að fljúga út snemma dags og koma svo seint á áfangastað. Þetta hefur verið mjög strembið," sagði hann og Hlynur samsinnir því. „Þetta prógramm er bara rugl. Ég veit ekki hvað veldur því að það er uppsett á þennan máta. Það hefðu allir aðrir geta sett upp skárri dagskrá. Þetta er yfirmáta heimskulegt." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 101-92, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísland skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og var með 22ja stiga forystu að honum loknum. Svartfellingar komu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og söxuðu á forystuna, jafnt og þétt. Pavel Ermolinskij meiddist snemma í síðari hálfleik a og Haukur Helgi Pálsson spilaði aðeins örfáar mínútur í síðari hálfleik vegna villuvandræða. Jón Arnór Stefánsson átti stórleik en fékk sína fimmtu villu í stöðunni 83-80 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Svartfellingar gengu á lagið, skoruðu ellefu stig í röð og gerðu út um leikinn. „Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en ég hef verið að bíða nokkuð lengi eftir því að fá svona leik þar sem við byrjum jafn vel og við gerðum í dag," sagði Hlynur Bæringsson. „Það er ekki gaman að tapa með reisn, þó svo að við getum sagt að við spiluðum vel. Þetta hefur verið erfitt og fyrir utan leikinn í Ísrael hafa síðustu leikir ekki verið góðir." Landsliðið hefur nú spilað níu leiki í undankeppninni og alltaf til skiptis á heima- og útivelli. Öll liðin í riðli Íslands eru í austurhluta Evrópu og því gríðarlega mikil ferðalög að baki. Strákarnir spila lokaleik sinn í undankeppninni í Eistlandi á morgun. Peter Öqvist landsliðsþjálfari hefur keyrt liðið áfram á fáum mönnum en segir samt að ferðaþreytan hafi meiri áhrif á spilamennsku liðsins en álag á lykilmenn. „Við höfum verið að fljúga út snemma dags og koma svo seint á áfangastað. Þetta hefur verið mjög strembið," sagði hann og Hlynur samsinnir því. „Þetta prógramm er bara rugl. Ég veit ekki hvað veldur því að það er uppsett á þennan máta. Það hefðu allir aðrir geta sett upp skárri dagskrá. Þetta er yfirmáta heimskulegt."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira