Menning

Bootleg Beatles spila í Hörpu

The Bootleg Beatles Hljómsveitin hefur leikið á fjölmörgum stórtónleikum og meðal annars komið fram með Oasis og David Bowie.
The Bootleg Beatles Hljómsveitin hefur leikið á fjölmörgum stórtónleikum og meðal annars komið fram með Oasis og David Bowie.
The Bootleg Beatles munu leika í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 3. febrúar. Hljómsveitin er ein þekktasta tribute-hljómsveit heims en hún hefur verið að síðan 1980 og haldið yfir fjögur þúsund tónleika.

„Það verður strengja- og blásarasveit með í för sem þýðir að þeir geta tekið lög frá öllum ferli Bítlanna,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari sem segir hljómsveitina hafa fengið afar góða dóma fyrir flutning sinn á Bítlalögum.

„Þetta eru topphljóðfæraleikarar og líkir Bítlunum í söng og framkomu,“ bætir Guðbjartur við. „Ég hef ekki séð þá sjálfur nema á Youtube en þeir lofa sannarlega góðu.“

Miðasala hefst á tónleikana í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.