Plata Retro Stefson seld í sjö mismunandi útgáfum 20. september 2012 17:00 Gylfi Sigurðsson, trommari Retro Stefson, á einni þeirra sjö mynda sem notaðar verða á nýju plötunni. „Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Þriðja plata Retro Stefson, sem kemur út 2. október og er samnefnd sveitinni, verður seld í verslunum með sjö mismunandi framhliðum og verður þessi útgáfa plötunnar seld í takmörkuðu upplagi. Hver framhlið verður með mynd af einum af sjö meðlimum hljómsveitarinnar. Hinar sex myndirnar verða inni í umslaginu og geta kaupendur því skipt um mynd á framhliðinni eins oft og þeir vilja. Myndirnar tók Ari Magg í Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur Yeoman var stílisti og um listræna stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt og fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað öll umslög Retro Stefson til þessa. Á ferilskrá hans eru einnig umslög með FM Belfast, Leaves og Sesari A. „Það hentaði vel að vera með margs konar myndir sem eru bæði lifandi og litríkar. Retro Stefson er spes hljómsveit því hún hefur mjög litríkan tónlistarstíl. Það skemmtilega við tónlistina er að hún er úti um allt og alls konar en samt algjörlega Retro Stefson. Við vorum að reyna að endurspegla það,“ greinir Halli frá. „Það var frábært að vinna með Ara Magg og samvinnan við Retro Stefson hefur alltaf verið góð. Við áttum mjög skemmtilegan dag þegar við tókum þessar myndir og ég hlakka mikið til að sjá þetta á prenti.“ Auk þessarar nýstárlegu útgáfu kemur platan út í tvöföldu, veglegu vínylformi.freyr@frettabladid.is Tónlist Tengdar fréttir Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Þriðja plata Retro Stefson, sem kemur út 2. október og er samnefnd sveitinni, verður seld í verslunum með sjö mismunandi framhliðum og verður þessi útgáfa plötunnar seld í takmörkuðu upplagi. Hver framhlið verður með mynd af einum af sjö meðlimum hljómsveitarinnar. Hinar sex myndirnar verða inni í umslaginu og geta kaupendur því skipt um mynd á framhliðinni eins oft og þeir vilja. Myndirnar tók Ari Magg í Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur Yeoman var stílisti og um listræna stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt og fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað öll umslög Retro Stefson til þessa. Á ferilskrá hans eru einnig umslög með FM Belfast, Leaves og Sesari A. „Það hentaði vel að vera með margs konar myndir sem eru bæði lifandi og litríkar. Retro Stefson er spes hljómsveit því hún hefur mjög litríkan tónlistarstíl. Það skemmtilega við tónlistina er að hún er úti um allt og alls konar en samt algjörlega Retro Stefson. Við vorum að reyna að endurspegla það,“ greinir Halli frá. „Það var frábært að vinna með Ara Magg og samvinnan við Retro Stefson hefur alltaf verið góð. Við áttum mjög skemmtilegan dag þegar við tókum þessar myndir og ég hlakka mikið til að sjá þetta á prenti.“ Auk þessarar nýstárlegu útgáfu kemur platan út í tvöföldu, veglegu vínylformi.freyr@frettabladid.is
Tónlist Tengdar fréttir Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00