Menning

Dómarinn og Djúpið í bíóhús

Djúpið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Hasarmyndin Judge Dredd 3D verður einnig frumsýnd sama kvöld.
Djúpið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Hasarmyndin Judge Dredd 3D verður einnig frumsýnd sama kvöld. fréttablaðið/anton brink
Kvikmyndirnar Djúpið og Judge Dredd 3D eru frumsýndar í kvikmyndahúsum annað kvöld.

Djúpið er í leikstjórn Baltasars Kormáks og er myndin byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar. Verkið var innblásið af atburði er átti sér stað árið 1984 þegar Guðlaugur Friðþórsson synti til lands eftir að skip hans fórst. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk myndarinnar og eru aðrir leikarar hennar Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Þröstur Leó Gunnarsson, Walter Geir Grímsson, Þorbjörg Halla Þorgilsdóttir, Theodór Júlíusson, María Sigurðardóttir og Guðjón Pedersen.

Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur fengið frábæra dóma frá gagnrýnendum sem og áhorfendum.

Hasarmyndin Judge Dredd 3D segir frá Dredd dómara sem hefur fengið það vandasama verk að losa borgina Mega City One við eiturlyfið Slo-Mo. Myndin er byggð á teiknimyndasyrpunni 2000 AD og er sjálfstætt framhald Judge Dredd sem kom út árið 1995 og skartaði Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Með hlutverk dómarans fer Karl Urban og með önnur hlutverk fara Olivia Thirlby, Wood Harris og Lena Headey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×