Gunnar: Er ekki mikið að spá í bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2012 08:00 Gunnar skellir hér síðasta andstæðingi sínum á Írlandi. Það tók hann ekki langan tíma. Hann fær væntanlega erfiðari andstæðing í Nottingham aðra helgi. mynd/páll bergmann Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson. Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira
Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson.
Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira