Hinir óhæfustu lifa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. september 2012 06:00 Sú var tíðin að ég taldi mig skilja kapítalismann. Taldi ég leikreglurnar vera á þann veg að þeir hæfustu kæmust af. Markaðurinn var það afl sem úrskurðaði hver væri hæfur og hver ekki. Eftir að markaðurinn úrskurðaði síðan marga af hinum helstu stórlöxum algjörlega óhæfa komst ég að því að þetta hefði verið hinn mesti misskilningur hjá mér. Margir þessara stórlaxa voru komnir með allt lóðrétt niður um sig en þá var víst talið hagkvæmast að bóna á þeim bossann og girða vandlega aftur svo þeir eru nánast komnir með buxnastrenginn upp undir höku. Þekkjum við jafnvel dæmi þess að sumir þeirra töldu það illa farið með feng sinn að vera að borga skuldir sínar. Aðrir sem ekki létu leiðast út í slíka óhæfu geta átt það á hættu að enda með buxurnar á hælunum. Ein spegilmynd þessa misskilnings eru málefni litla bæjarins Castil de Campos í Kordóvahéraði á Suður-Spáni. Þetta sjö hundruð manna þorp er eitt af þeim örfáu hér í landi sem rekin eru skuldlaust. Þessir rúmlega sjö hundruð íbúar eru reyndar flestir komnir af besta skeiði en hagsýnin er slík að þeir létu bruðlbóluna í friði þó hún færi hér um eins og eldur í sinu. Það gerðu hins vegar hvorki spænska ríkið né nágrannabærinn Priego de Córdoba. Nú er spænska ríkið að reyna að girða upp um sig og í þeim tilgangi stendur meðal annars til að leggja hina hagsýnu bæjarstjórn Castil de Campos af og koma málefnum hennar undir bruðlarana í Priego de Córdoba. Þar er ástandið þannig að ég varð að bíða eftir greiðslu, sem ég átti að fá frá bænum fyrir námskeiðshald, uns þeir voru búnir að fá stærðarinnar lán afgreitt. Bæjarstjórn Castil de Campos gat hins vegar teygt sig eftir fúlgu í kassann sinn til að leigja tvær rútur svo bæjarbúar gætu lagt leið sína til Madrídar að láta rödd sína heyrast. Flestir sem í þá mótmælaferð fóru höfðu aldrei leyft sér þann munað að fara í höfuðborgina. Gæti einhver góður hagfræðingur útskýrt fyrir mér hin nýju lögmál kapítalismans og útskýrt í leiðinni hvernig best er að komast af? Hvað verður um þá hæfustu? Ef hann gæti svarað á spænsku væri það afar hentugt því sjö hundruð hagsýnir hausar hér í grenndinni væru gjarnan til í að komast til botns í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Sú var tíðin að ég taldi mig skilja kapítalismann. Taldi ég leikreglurnar vera á þann veg að þeir hæfustu kæmust af. Markaðurinn var það afl sem úrskurðaði hver væri hæfur og hver ekki. Eftir að markaðurinn úrskurðaði síðan marga af hinum helstu stórlöxum algjörlega óhæfa komst ég að því að þetta hefði verið hinn mesti misskilningur hjá mér. Margir þessara stórlaxa voru komnir með allt lóðrétt niður um sig en þá var víst talið hagkvæmast að bóna á þeim bossann og girða vandlega aftur svo þeir eru nánast komnir með buxnastrenginn upp undir höku. Þekkjum við jafnvel dæmi þess að sumir þeirra töldu það illa farið með feng sinn að vera að borga skuldir sínar. Aðrir sem ekki létu leiðast út í slíka óhæfu geta átt það á hættu að enda með buxurnar á hælunum. Ein spegilmynd þessa misskilnings eru málefni litla bæjarins Castil de Campos í Kordóvahéraði á Suður-Spáni. Þetta sjö hundruð manna þorp er eitt af þeim örfáu hér í landi sem rekin eru skuldlaust. Þessir rúmlega sjö hundruð íbúar eru reyndar flestir komnir af besta skeiði en hagsýnin er slík að þeir létu bruðlbóluna í friði þó hún færi hér um eins og eldur í sinu. Það gerðu hins vegar hvorki spænska ríkið né nágrannabærinn Priego de Córdoba. Nú er spænska ríkið að reyna að girða upp um sig og í þeim tilgangi stendur meðal annars til að leggja hina hagsýnu bæjarstjórn Castil de Campos af og koma málefnum hennar undir bruðlarana í Priego de Córdoba. Þar er ástandið þannig að ég varð að bíða eftir greiðslu, sem ég átti að fá frá bænum fyrir námskeiðshald, uns þeir voru búnir að fá stærðarinnar lán afgreitt. Bæjarstjórn Castil de Campos gat hins vegar teygt sig eftir fúlgu í kassann sinn til að leigja tvær rútur svo bæjarbúar gætu lagt leið sína til Madrídar að láta rödd sína heyrast. Flestir sem í þá mótmælaferð fóru höfðu aldrei leyft sér þann munað að fara í höfuðborgina. Gæti einhver góður hagfræðingur útskýrt fyrir mér hin nýju lögmál kapítalismans og útskýrt í leiðinni hvernig best er að komast af? Hvað verður um þá hæfustu? Ef hann gæti svarað á spænsku væri það afar hentugt því sjö hundruð hagsýnir hausar hér í grenndinni væru gjarnan til í að komast til botns í þessu máli.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun