Alþjóðlegur agi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. september 2012 06:00 Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn. Áhættusækni banka, illa ígrundaðar lánveitingar og bólumyndun eru sömuleiðis alþjóðlegt vandamál sem leiddi til alþjóðlegrar bankakreppu. Ekki þarf að útskýra í löngu máli fyrir Íslendingum að óábyrg starfsemi banka í einu landi getur haft afdrifarík áhrif í öðru. Icesave-málið er eitt bezta dæmið. Á vettvangi Evrópusambandsins liggja sömuleiðis fyrir drög að bankabandalagi, sem er tilraun til að hindra slíka kollsteypu í framtíðinni, með sameiginlegu fjármálaeftirliti, alþjóðlegu innstæðutryggingakerfi og sameiginlegum lánveitanda til þrautavara. Einhverra hluta vegna er algengt í Evrópuumræðunni hér á landi að menn bendi á áform ESB um ríkisfjármálasamband og bankasamband og segi sem svo: Hér stefnir Evrópusambandið enn að því að dýpka samstarf sitt og auka vald yfirþjóðlegra stofnana. Fyrir vikið er það óaðgengilegra fyrir Ísland, við skulum draga þessa aðildarumsókn til baka og svo framvegis. Þessu er hins vegar þveröfugt farið. Þeir sem tala svona hljóta að halda að í áranna rás hafi bæði ríkisfjármálastjórn og rekstur bankakerfis á Íslandi borið af því sem gerðist hjá öðrum Evrópuþjóðum – eða hvað? Getur ekki verið að við myndum græða á þeim aga, sem alþjóðlegt samstarf um þessi efni myndi stuðla að? Ísland á fullt erindi í þetta nýja og dýpkaða samstarf Evrópusambandsins, bæði af því að hér þarf að taka ríkisfjármál föstum tökum og vegna þess að við þurfum að efla öryggi og traust bankakerfisins eftir hrun. Þetta eflda samstarf Evrópusambandsríkjanna verður til í viðleitni þeirra til að bjarga evrunni. Samt sækjast mörg aðildarríki, sem ekki nota evruna, eftir aðild að því. Ástæðan er sú að þau telja að þetta samstarf muni auka alþjóðlegt traust á þeirra eigin fjármála- og bankakerfi. Mörg þessara ríkja eiga mun skárri sögu um bæði ríkisfjármálastjórn og bankaeftirlit og -rekstur en Ísland. Þau sjá engu að síður kosti þess að skilgreina bæði ríkisfjármálin og bankamálin sem sameiginleg hagsmunamál aðildarríkjanna og innleiða þannig þann aga yfirþjóðlegs samstarfs, sem skortir gjarnan hjá hverju aðildarríki um sig. Það er alls ekki hægt að afgreiða dýpra samstarf Evrópusambandsins um ríkisfjármál og bankamál sem einhverja sambandsríkistilburði, sem geri aðild að því óaðgengilegri fyrir Ísland. Þarna er einmitt verið að nýta kosti alþjóðlegs samstarfs á sviðum þar sem lítið ríki eins og Ísland þarf mjög á slíku samstarfi að halda. Gangi þessi áform eftir og takist að ná tökum á vandamálum Evrópusambandsins, verður það þeim mun betri kostur fyrir Ísland, ekki verri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn. Áhættusækni banka, illa ígrundaðar lánveitingar og bólumyndun eru sömuleiðis alþjóðlegt vandamál sem leiddi til alþjóðlegrar bankakreppu. Ekki þarf að útskýra í löngu máli fyrir Íslendingum að óábyrg starfsemi banka í einu landi getur haft afdrifarík áhrif í öðru. Icesave-málið er eitt bezta dæmið. Á vettvangi Evrópusambandsins liggja sömuleiðis fyrir drög að bankabandalagi, sem er tilraun til að hindra slíka kollsteypu í framtíðinni, með sameiginlegu fjármálaeftirliti, alþjóðlegu innstæðutryggingakerfi og sameiginlegum lánveitanda til þrautavara. Einhverra hluta vegna er algengt í Evrópuumræðunni hér á landi að menn bendi á áform ESB um ríkisfjármálasamband og bankasamband og segi sem svo: Hér stefnir Evrópusambandið enn að því að dýpka samstarf sitt og auka vald yfirþjóðlegra stofnana. Fyrir vikið er það óaðgengilegra fyrir Ísland, við skulum draga þessa aðildarumsókn til baka og svo framvegis. Þessu er hins vegar þveröfugt farið. Þeir sem tala svona hljóta að halda að í áranna rás hafi bæði ríkisfjármálastjórn og rekstur bankakerfis á Íslandi borið af því sem gerðist hjá öðrum Evrópuþjóðum – eða hvað? Getur ekki verið að við myndum græða á þeim aga, sem alþjóðlegt samstarf um þessi efni myndi stuðla að? Ísland á fullt erindi í þetta nýja og dýpkaða samstarf Evrópusambandsins, bæði af því að hér þarf að taka ríkisfjármál föstum tökum og vegna þess að við þurfum að efla öryggi og traust bankakerfisins eftir hrun. Þetta eflda samstarf Evrópusambandsríkjanna verður til í viðleitni þeirra til að bjarga evrunni. Samt sækjast mörg aðildarríki, sem ekki nota evruna, eftir aðild að því. Ástæðan er sú að þau telja að þetta samstarf muni auka alþjóðlegt traust á þeirra eigin fjármála- og bankakerfi. Mörg þessara ríkja eiga mun skárri sögu um bæði ríkisfjármálastjórn og bankaeftirlit og -rekstur en Ísland. Þau sjá engu að síður kosti þess að skilgreina bæði ríkisfjármálin og bankamálin sem sameiginleg hagsmunamál aðildarríkjanna og innleiða þannig þann aga yfirþjóðlegs samstarfs, sem skortir gjarnan hjá hverju aðildarríki um sig. Það er alls ekki hægt að afgreiða dýpra samstarf Evrópusambandsins um ríkisfjármál og bankamál sem einhverja sambandsríkistilburði, sem geri aðild að því óaðgengilegri fyrir Ísland. Þarna er einmitt verið að nýta kosti alþjóðlegs samstarfs á sviðum þar sem lítið ríki eins og Ísland þarf mjög á slíku samstarfi að halda. Gangi þessi áform eftir og takist að ná tökum á vandamálum Evrópusambandsins, verður það þeim mun betri kostur fyrir Ísland, ekki verri.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun