Stóra borgin með litla hjartað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. september 2012 06:00 Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands. Mörður segir að í slíkum samningi eigi að koma fram þær sérstöku skuldbindingar, sem höfuðborgin hljóti að standa við, en á móti verði að vera tryggt „að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni." Mörður bendir réttilega á að alla 20. öldina hafi einn af rauðum þráðum íslenzkra stjórnmála verið að koma í veg fyrir vöxt og viðgang höfuðborgarinnar. Það viðhorf er því miður enn við lýði. Undanfarna áratugi hefur það meðal annars birzt í undarlegri öfund yfir því að höfuðborgin skuli vera sú stjórnsýslumiðstöð sem höfuðborgir eiga að vera og nánast þverpólitískri samstöðu um að færa eigi ríkisstofnanir þaðan og eitthvert annað. Stöku sinnum kemur þó fyrir að landsbyggðarfólk (sem fékk ekki nýja ríkisstofnun) bendir á að þetta sé ekki landsbyggðarvæn stefna, enda komi hún í veg fyrir að hægt sé að sinna mismunandi erindum við stjórnsýsluna á skömmum tíma á einum stað. Mörður Árnason bendir réttilega á að þeir, sem helzt hamra á skyldu Reykvíkinga að starfrækja innanlandsflugvöll til að auðvelda öðrum landsmönnum að rækja erindi sín í höfuðborginni, séu jafnframt ötulustu talsmenn þess að færa stjórnsýsluna annað. Andúð á uppbyggingu Reykjavíkur kemur líka fram í tregðu Alþingis til að veita sambærilega fjármuni til samgangna í borginni og nágrenni hennar og fara til umferðarmannvirkja úti um land. Einhverra hluta vegna ríkir lítill skilningur á því að auðvelt og öruggt eigi að vera að komast til og frá og um höfuðborgina þótt það virðist augljóst hagsmunamál gesta hennar, jafnt og íbúanna. Ein birtingarmynd þessa gamla þema í stjórnmálaumræðunni er að talsmenn Reykjavíkur eru oft eitthvað svo litlir í sér þegar þeir eiga að tala fyrir hagsmunum borgarinnar. Þeir virðast hafa látið koma inn hjá sér sektarkennd yfir að hafa sogað til sín fólk, peninga og stjórnsýslu – þótt það sé nákvæmlega það sem höfuðborg á að gera. Þingmenn borgarinnar hafa ríka tilhneigingu til að líta á sig sem fulltrúa allra landsmanna og eru aldrei jafnófyrirleitnir í kjördæmapotinu og kollegar þeirra úr öðrum kjördæmum. Oft er talað eins og varnarlínan í byggðamálum liggi um mörk höfuðborgarsvæðisins. Það er ekki rétt. Hún liggur um Keflavíkurflugvöll. Það er öflugt borgarsamfélag í Reykjavík, sem kemur í veg fyrir að margt okkar hæfasta og bezt menntaða fólk elti uppi tækifæri í útlöndum og komi aldrei aftur. Höfuðborgarsamningur, sem kveður bæði á um réttindi og skyldur Reykjavíkur, er góð hugmynd – og ýtir kannski undir skilning á því að höfuðborgin og aðrir landshlutar eru ekki andstæðingar, heldur þurfa hvort á öðru að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands. Mörður segir að í slíkum samningi eigi að koma fram þær sérstöku skuldbindingar, sem höfuðborgin hljóti að standa við, en á móti verði að vera tryggt „að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni." Mörður bendir réttilega á að alla 20. öldina hafi einn af rauðum þráðum íslenzkra stjórnmála verið að koma í veg fyrir vöxt og viðgang höfuðborgarinnar. Það viðhorf er því miður enn við lýði. Undanfarna áratugi hefur það meðal annars birzt í undarlegri öfund yfir því að höfuðborgin skuli vera sú stjórnsýslumiðstöð sem höfuðborgir eiga að vera og nánast þverpólitískri samstöðu um að færa eigi ríkisstofnanir þaðan og eitthvert annað. Stöku sinnum kemur þó fyrir að landsbyggðarfólk (sem fékk ekki nýja ríkisstofnun) bendir á að þetta sé ekki landsbyggðarvæn stefna, enda komi hún í veg fyrir að hægt sé að sinna mismunandi erindum við stjórnsýsluna á skömmum tíma á einum stað. Mörður Árnason bendir réttilega á að þeir, sem helzt hamra á skyldu Reykvíkinga að starfrækja innanlandsflugvöll til að auðvelda öðrum landsmönnum að rækja erindi sín í höfuðborginni, séu jafnframt ötulustu talsmenn þess að færa stjórnsýsluna annað. Andúð á uppbyggingu Reykjavíkur kemur líka fram í tregðu Alþingis til að veita sambærilega fjármuni til samgangna í borginni og nágrenni hennar og fara til umferðarmannvirkja úti um land. Einhverra hluta vegna ríkir lítill skilningur á því að auðvelt og öruggt eigi að vera að komast til og frá og um höfuðborgina þótt það virðist augljóst hagsmunamál gesta hennar, jafnt og íbúanna. Ein birtingarmynd þessa gamla þema í stjórnmálaumræðunni er að talsmenn Reykjavíkur eru oft eitthvað svo litlir í sér þegar þeir eiga að tala fyrir hagsmunum borgarinnar. Þeir virðast hafa látið koma inn hjá sér sektarkennd yfir að hafa sogað til sín fólk, peninga og stjórnsýslu – þótt það sé nákvæmlega það sem höfuðborg á að gera. Þingmenn borgarinnar hafa ríka tilhneigingu til að líta á sig sem fulltrúa allra landsmanna og eru aldrei jafnófyrirleitnir í kjördæmapotinu og kollegar þeirra úr öðrum kjördæmum. Oft er talað eins og varnarlínan í byggðamálum liggi um mörk höfuðborgarsvæðisins. Það er ekki rétt. Hún liggur um Keflavíkurflugvöll. Það er öflugt borgarsamfélag í Reykjavík, sem kemur í veg fyrir að margt okkar hæfasta og bezt menntaða fólk elti uppi tækifæri í útlöndum og komi aldrei aftur. Höfuðborgarsamningur, sem kveður bæði á um réttindi og skyldur Reykjavíkur, er góð hugmynd – og ýtir kannski undir skilning á því að höfuðborgin og aðrir landshlutar eru ekki andstæðingar, heldur þurfa hvort á öðru að halda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun