Fatlaðir fá að velja aðstoðarfólk 25. september 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt. „Gert er ráð fyrir að viðkomandi upplýsi kjörstjórnina um óskir sínar hvað þetta snertir einn og án viðveru nokkurs annars. Að því búnu fær aðstoðarmaður hans að koma með honum í kjörklefann." Ögmundur segir að geti viðkomandi ekki tjáð sig sjálfur um ósk sína fái hann aðstoð umboðsmanns fatlaðra við að gefa út skriflega yfirlýsingu um vilja sinn. „Það er einstaklingurinn sem hefur endanlegt val og þegar hann kemur ósk sinni á framfæri er hann einn og enginn með honum. Það er gert til að gæta að því að hann verði ekki fyrir neinum þrýstingi, en valið er algjörlega hans." Ögmundur segir frumvarpið unnið í góðri sátt við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Blindrafélagið. ÖBÍ kærði framkvæmd forsetakosninganna í sumar, þar sem fatlaðir fengu ekki að velja sér aðstoðarmann, en Hæstiréttur hafnaði kærunni. „Ég vona að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu þingsins svo hægt sé að nýta lögin við kosningar um stjórnarskrá sem fram fara 20. október," segir Ögmundur.- kóp Fréttir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt. „Gert er ráð fyrir að viðkomandi upplýsi kjörstjórnina um óskir sínar hvað þetta snertir einn og án viðveru nokkurs annars. Að því búnu fær aðstoðarmaður hans að koma með honum í kjörklefann." Ögmundur segir að geti viðkomandi ekki tjáð sig sjálfur um ósk sína fái hann aðstoð umboðsmanns fatlaðra við að gefa út skriflega yfirlýsingu um vilja sinn. „Það er einstaklingurinn sem hefur endanlegt val og þegar hann kemur ósk sinni á framfæri er hann einn og enginn með honum. Það er gert til að gæta að því að hann verði ekki fyrir neinum þrýstingi, en valið er algjörlega hans." Ögmundur segir frumvarpið unnið í góðri sátt við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Blindrafélagið. ÖBÍ kærði framkvæmd forsetakosninganna í sumar, þar sem fatlaðir fengu ekki að velja sér aðstoðarmann, en Hæstiréttur hafnaði kærunni. „Ég vona að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu þingsins svo hægt sé að nýta lögin við kosningar um stjórnarskrá sem fram fara 20. október," segir Ögmundur.- kóp
Fréttir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira