Deila um hver vissi hvað um framboðið - fréttaskýring 25. september 2012 08:00 Samherjar á þingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson hlýða á umræður á þingi.fréttablaðið/anton Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira