Deila um hver vissi hvað um framboðið - fréttaskýring 25. september 2012 08:00 Samherjar á þingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson hlýða á umræður á þingi.fréttablaðið/anton Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira