Lýður og Bjarnfreður ákærðir í Existamáli 25. september 2012 06:30 Bræður Yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssona yfir Existu voru tryggð með hlutafjáraukningunni. Félag þeirra fékk lán frá Lýsingu til að borga 0,02 krónur á hlut í henni.fréttablaðið/GVA Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent