Börnin á Barðaströnd í kennslu frá Bíldudal 26. september 2012 06:00 Fjarkennsla Lilja Rut Rúnarsdóttir, sem kennir ensku og dönsku, leiðbeinir hér nokkrum nemendum Birkimelsskóla og getur haft með þeim auga á tölvuskjánum. Arnar Þór Arnarsson kennir svo börnunum samfélagsfræði.AÐSEND MYND „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans," segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldudal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nemendur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimelsskóla," segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldudal kenna nú börnunum á Barðaströnd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og samfélagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérútbúnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimelsskóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er samkennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman." Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birkimelsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjarkennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var tilraunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæfellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fagkennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birkimel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum." thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans," segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldudal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nemendur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimelsskóla," segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldudal kenna nú börnunum á Barðaströnd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og samfélagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérútbúnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimelsskóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er samkennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman." Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birkimelsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjarkennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var tilraunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæfellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fagkennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birkimel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum." thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira