Kínverjar styrkja herafla sinn 26. september 2012 01:00 Flugmóðurskipið Liaoning Kínverjar þurfa enn nokkur ár til að koma sér upp flugvélum og þjálfa mannskap. nordicphotos/AFP Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína. Rússar seldu skipið kínversku einkafyrirtæki með tengsl við kínverska herinn (PLA), sem sagðist ætla að nota það sem fljótandi spilavíti. Skipið var áður í eigu Sovétríkjanna og er enn eitt hið stærsta í heimi. Kínverjar segja skipið styrkja hernaðarmátt ríkisins verulega, en langt er þó þangað til það verður komið í fulla notkun því Kínverjar hafa ekki tiltækar herþotur sem hægt er að nota með skipinu. Skipið tengist ekki beint deilum Kínverja við Japani um eignarhald á nokkrum eyjum. Tímasetningin nú er þó óneitanlega til þess fallin að magna enn upp deilurnar, sem hafa verið harðar undanfarnar vikur eftir að japanska stjórnin ákvað að þjóðnýta og kaupa þrjár af eyjunum fimm af japönskum einkaaðilum, sem hugðust fara þar í stórfellda uppbyggingu. Kínverjar hafa ekki látið uppi hvaða hlutverki skipið eigi að gegna, en talið er að Kínverjar ætli að smíða sér sjálfir allt að fimm flugmóðurskip til viðbótar. - gb Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína. Rússar seldu skipið kínversku einkafyrirtæki með tengsl við kínverska herinn (PLA), sem sagðist ætla að nota það sem fljótandi spilavíti. Skipið var áður í eigu Sovétríkjanna og er enn eitt hið stærsta í heimi. Kínverjar segja skipið styrkja hernaðarmátt ríkisins verulega, en langt er þó þangað til það verður komið í fulla notkun því Kínverjar hafa ekki tiltækar herþotur sem hægt er að nota með skipinu. Skipið tengist ekki beint deilum Kínverja við Japani um eignarhald á nokkrum eyjum. Tímasetningin nú er þó óneitanlega til þess fallin að magna enn upp deilurnar, sem hafa verið harðar undanfarnar vikur eftir að japanska stjórnin ákvað að þjóðnýta og kaupa þrjár af eyjunum fimm af japönskum einkaaðilum, sem hugðust fara þar í stórfellda uppbyggingu. Kínverjar hafa ekki látið uppi hvaða hlutverki skipið eigi að gegna, en talið er að Kínverjar ætli að smíða sér sjálfir allt að fimm flugmóðurskip til viðbótar. - gb
Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira