Aðhaldi mótmælt í Aþenu 27. september 2012 00:00 Átök í Aþenu Gríska lögreglan þurfti meðal annars að verjast eldsprengjum.nordicphotos/AFP Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent