Hærri skattar þýða færri ferðamenn 27. september 2012 05:30 Fleiri eða færri ferðamenn Samtök ferðaþjónustunnar óttast að erlendum ferðamönnum hér muni snarfækka ef stjórnvöld hækka virðisaukaskatt á greinina. Þá muni ferðamenn eyða minni peningum hér en ella.mynd/hag fréttablaðið/hag Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira