Jafngildir milljón í kjaraskerðingu 27. september 2012 06:30 SAmstaða Lífeindafræðingar, sem eitt sinn kölluðust meinatæknar, mótmæltu bágum kjörum í gær. Fréttablaðið/GVa Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006. „Svo lögðum við líka fram tillögu um að byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260 þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnuálag sem jafngildir tæpri milljón í tekjuskerðingu á ári," segir Edda Sóley. Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé orðin váleg. „Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skítalaun allan ársins hring, allan sólarhringinn. Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur hjá okkur er rúm fimmtíu ár." Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi komið upp í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða launahækkun forstjóra Landspítalans. „Þegar þetta kom upp varð ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði unnið út frá því að vera þátttakandi í liði. Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt." - þj Fréttir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006. „Svo lögðum við líka fram tillögu um að byrjunarlaun lífeindafræðings, sem eru 260 þúsund á mánuði í dag, hækki um hundrað þúsund. Það er síst of hátt miðað við að í skipulagsbreytingum síðustu ára höfum við tekið á okkur launalækkanir og aukið vinnuálag sem jafngildir tæpri milljón í tekjuskerðingu á ári," segir Edda Sóley. Hún bætir því við að staðan í stéttinni sé orðin váleg. „Unga fólkið flýr og það er engin nýliðun því fólkið vill ekki vinna fyrir þessi skítalaun allan ársins hring, allan sólarhringinn. Þess vegna er staðan orðin sú að meðalaldur hjá okkur er rúm fimmtíu ár." Edda Sóley segir að talsverður kurr hafi komið upp í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða launahækkun forstjóra Landspítalans. „Þegar þetta kom upp varð ákveðin viðhorfsbreyting hjá fólki, sem áður hafði unnið út frá því að vera þátttakandi í liði. Þarna fann ráðherra hins vegar fjármuni fyrir einn starfsmann, en þá hlýtur að vera til aðeins fyrir okkur líka. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt." - þj
Fréttir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira