Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna 27. september 2012 06:00 Forstjóri Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er einn stærsti eigandi hennar líka.fréttablaðið/pjetur Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta. Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka voru greiddar 375 milljónir króna fyrir fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 milljarðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Í henni voru skuldir meðal annars lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna. Lækkunin var tilkomin annars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé sem tryggði honum 20 prósenta eignarhlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til bankans um kaupin segir að fyrrum eigendur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans að eiga hluti í félagi eins og Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það samkomulag við bankann." Aðrir eigendur Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið það vel að kaupin reyndust gerleg. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18 milljarðar króna. Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk allrar bankaþjónustu. -þsj Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta. Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka voru greiddar 375 milljónir króna fyrir fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 milljarðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Í henni voru skuldir meðal annars lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna. Lækkunin var tilkomin annars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé sem tryggði honum 20 prósenta eignarhlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til bankans um kaupin segir að fyrrum eigendur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans að eiga hluti í félagi eins og Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það samkomulag við bankann." Aðrir eigendur Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið það vel að kaupin reyndust gerleg. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18 milljarðar króna. Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk allrar bankaþjónustu. -þsj
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira