Íslenskur veruleiki Þórður Snær júlíusson skrifar 27. september 2012 06:00 Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu. Laun slitastjórnar Glitnis hafa verið mikið í umræðunni í vikunni eftir að í ljós kom að samanlagðar greiðslur til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar, sem mynda stjórnina, hafi numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009. Slitastjórnin hefur varið þessar greiðslur með því að benda á umfang verkefnisins. Hún hefur einnig bent á að þorri ráðgjafagreiðslna sem þrotabúið greiði fari til erlendra aðila og þar af leiðandi út úr íslensku hagkerfi. Betra væri að slíðra öfundina sem stjórni umræðunni hérlendis og berjast fyrir því að stærri hluta af ráðgjafakökunni yrði ráðstafað til innlendra aðila samfélaginu öllu til hagsbóta. Glitnir hefur ekki alltaf gefið upp hversu mikið af greiðslum vegna ráðgjafar renni til innlendra aðila og hversu mikið til erlendra, en þeir íslensku hafa líkast til fengið rúmlega átta milljarða króna þaðan á síðustu þremur árum. Slitastjórnir Kaupþings og Landsbanka birta mun óljósari tölur en Glitnir um aðkeypta þjónustu sína og því er erfitt að segja til um hversu umfangsmikil hún er. Þeir sem þekkja til segja þó að verkefnin séu álíka mörg fyrir hvert þrotabú fyrir sig. Leiða má að því líkur að greiðslur þrotabúa allra stóru bankanna til innlendra ráðgjafa á síðustu þremur árum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljarðar króna hið minnsta. Þeir eru lögfræðingar, endurskoðendur og fjármálaráðgjafar ýmiss konar. Þessa sér merki á uppgjörum lögmannstofa. Logos, stærsta lögmannsstofa landsins, hefur hagnast um 2,2 milljarða króna á síðustu þremur árum. Eigendur hennar eru sautján talsins. BBA Legal, sem vinnur mikið fyrir þrotabú gömlu bankanna, hefur grætt 793 milljónir króna á sama tímabili. Eigendur hennar eru sex. Lex lögmannsstofa, sem er aðallögfræðiráðgjafi Glitnis, græddi 485 milljónir króna á árunum 2009 og 2010. Hún hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið í fyrra. Eigendur hennar eru sjö. Endurskoðunarfyrirtækin hafa heldur ekki farið varhluta af gullæðinu. KPMG, sem er með 33 hluthafa, hefur hagnast um 1,4 milljarða króna á síðustu þremur árum. Deloitte, sem er í eigu 37 starfsmanna, græddi 830 milljónir króna á sama tímabili. Margir þeir aðilar sem gera það gott á eftirhrunsárunum eru þeir sömu og græddu vel í aðdraganda þeirra. Sömu aðilar og lögðu til hráefnið í djöflatertuna sem bökuð var fyrir hrun græða nú á að moka flórinn eftir að henni var skitið. Það er því skiljanlegt að meðal-Íslendingurinn sé ósáttur og taki undir orð Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra þegar hann segir þessar greiðslur úr takti „við íslenskan veruleika". Það er skiljanlegt að hann hræðist þá stéttaskiptingu sem misskipting fjármagns hefur myndað hér á undanförnum árum. Meðal-Íslendingurinn hefur enda glímt við atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun, skuldahækkun og þjónustuskerðingu eftir hrun á meðan peningaleg yfirstétt makar krókinn. Hann þénaði 365 þúsund á mánuði í fyrra. Það tekur formann slitastjórnar Glitnis einn tíu tíma vinnudag að græða þá upphæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu. Laun slitastjórnar Glitnis hafa verið mikið í umræðunni í vikunni eftir að í ljós kom að samanlagðar greiðslur til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar, sem mynda stjórnina, hafi numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009. Slitastjórnin hefur varið þessar greiðslur með því að benda á umfang verkefnisins. Hún hefur einnig bent á að þorri ráðgjafagreiðslna sem þrotabúið greiði fari til erlendra aðila og þar af leiðandi út úr íslensku hagkerfi. Betra væri að slíðra öfundina sem stjórni umræðunni hérlendis og berjast fyrir því að stærri hluta af ráðgjafakökunni yrði ráðstafað til innlendra aðila samfélaginu öllu til hagsbóta. Glitnir hefur ekki alltaf gefið upp hversu mikið af greiðslum vegna ráðgjafar renni til innlendra aðila og hversu mikið til erlendra, en þeir íslensku hafa líkast til fengið rúmlega átta milljarða króna þaðan á síðustu þremur árum. Slitastjórnir Kaupþings og Landsbanka birta mun óljósari tölur en Glitnir um aðkeypta þjónustu sína og því er erfitt að segja til um hversu umfangsmikil hún er. Þeir sem þekkja til segja þó að verkefnin séu álíka mörg fyrir hvert þrotabú fyrir sig. Leiða má að því líkur að greiðslur þrotabúa allra stóru bankanna til innlendra ráðgjafa á síðustu þremur árum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljarðar króna hið minnsta. Þeir eru lögfræðingar, endurskoðendur og fjármálaráðgjafar ýmiss konar. Þessa sér merki á uppgjörum lögmannstofa. Logos, stærsta lögmannsstofa landsins, hefur hagnast um 2,2 milljarða króna á síðustu þremur árum. Eigendur hennar eru sautján talsins. BBA Legal, sem vinnur mikið fyrir þrotabú gömlu bankanna, hefur grætt 793 milljónir króna á sama tímabili. Eigendur hennar eru sex. Lex lögmannsstofa, sem er aðallögfræðiráðgjafi Glitnis, græddi 485 milljónir króna á árunum 2009 og 2010. Hún hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið í fyrra. Eigendur hennar eru sjö. Endurskoðunarfyrirtækin hafa heldur ekki farið varhluta af gullæðinu. KPMG, sem er með 33 hluthafa, hefur hagnast um 1,4 milljarða króna á síðustu þremur árum. Deloitte, sem er í eigu 37 starfsmanna, græddi 830 milljónir króna á sama tímabili. Margir þeir aðilar sem gera það gott á eftirhrunsárunum eru þeir sömu og græddu vel í aðdraganda þeirra. Sömu aðilar og lögðu til hráefnið í djöflatertuna sem bökuð var fyrir hrun græða nú á að moka flórinn eftir að henni var skitið. Það er því skiljanlegt að meðal-Íslendingurinn sé ósáttur og taki undir orð Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra þegar hann segir þessar greiðslur úr takti „við íslenskan veruleika". Það er skiljanlegt að hann hræðist þá stéttaskiptingu sem misskipting fjármagns hefur myndað hér á undanförnum árum. Meðal-Íslendingurinn hefur enda glímt við atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun, skuldahækkun og þjónustuskerðingu eftir hrun á meðan peningaleg yfirstétt makar krókinn. Hann þénaði 365 þúsund á mánuði í fyrra. Það tekur formann slitastjórnar Glitnis einn tíu tíma vinnudag að græða þá upphæð.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun