Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara 28. september 2012 09:00 Þjórsá Um helmingur 180 milljóna króna stofnkostnaðar ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kemur frá Landsvirkjun og stafar frá rammasamningi vegna virkjana í Þjórsá.Fréttablaðið/Anton „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni," segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverjahreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfélagið. Hreppurinn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnin hefur hafnað kröfu Ábótans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helmingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helminginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi," segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórninni nýtt erindi eftir að hún hafnaði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjögurra ára inni í þeirri tölu. Við viljum fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki," útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag." Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppurinn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljósleiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrnamerkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaranum. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira