Persónulegt uppgjör hjá Bigga 1. október 2012 00:01 Biggi Hilmars Tónlistarmaðurinn hefur sent frá sér sólóplötuna All We Can Be. mynd/maría kjartans Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Biggi Hilmars sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, All We Can Be, í dag. Þar blandar hann saman sígildri tónlist, poppi og kvikmyndalegri tónlist. Á henni eru ellefu lög eftir Bigga ásamt útgáfu hans á Famous Blue Raincoat eftir Leonard Cohen. "Ég hlustaði sérstaklega mikið á hann þegar ég var í menntaskóla," segir Biggi um Cohen. "Ég og félagar mínir í Blindfold gerðum þetta saman. Þetta átti að vera aukalag á Faking Dreams, plötu Blindfold sem kom bara út í Japan og á netinu en ég ákvað að gefa því nýtt líf á All We Can Be. Það passaði algjörlega inn í sándið." Biggi hefur undanfarin ár starfað í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur verið tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, auk þess að vinna við nýju plötuna í þrjú ár. Þar áður spilaði hann með Ampop sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 fyrir lagið My Delusions. "Ég er búinn að vinna rosalega mikið við kvikmyndatónlist seinustu árin og það hefur veitt mér innblástur. Ég hef lært mikið af góðu fólki úti," segir Biggi og bætir við að textarnir á plötunni séu mjög persónulegir. "Þetta er persónulegt uppgjör. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna seinustu árin í útlöndum. Tvö lög voru samin til einstaklinga sem eru mér mjög kærir og nánir." Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni 4. október kl. 20. Forsalan er hafin á Midi.is. Biggi spilar einnig þrívegis á Airwaves-hátíðinni 1. og 2. nóvember.- fb
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira