Aukatónleikum hefur verið bætt við hipphopphátíðina YOLO sem verður haldin á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Tónleikarnir verða fyrir unglinga og fara þeir fram í Stapanum í Reykjanesbæ 7. nóvember.
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá stígur bandaríski rapparinn Hopsin frá útgáfunni Funk Volume á svið á hátíðinni, auk rjómans af íslenskum hipphoppurum. Meðal þeirra eru Forgotten Lores, Larry Bird, Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór.
YOLO fyrir unglingana
