Að tala niður gjaldeyrishöftin Pawel Bartoszek skrifar 5. október 2012 00:30 Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki „Hvað má segja?" heldur „Hvað er satt?" Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Spyrjum okkur einfaldrar spurningar: Er krónan góður gjaldmiðill? Hvaða kröfur ættum við sem launþegar og neytendur að gera til gjaldmiðils? Tvennt kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi ætti að vera hægt að kaupa hluti fyrir gjaldmiðilinn. Í öðru lagi ætti gjaldmiðillinn að vera svipað mikils virði frá einum degi til annars. Það er líka hægt að spyrja: Hvað er til merkis um að gjaldmiðill sé vondur? Vondir gjaldmiðlar eru gjarnan í frjálsu falli, gagnslausir utan heimalandsins, og stundum hvort tveggja í einu. Sem barn bjó ég í landi með mjög vondan gjaldmiðil. Ekki hélt ég að ég þyrfti að endurtaka þá reynslu á fertugsaldri. Hver sem vill getur slegið „USD to UAH" inn í Google-leitarvélina, til að komast að því hve margar úkraínskar hrívnur sé hægt að fá fyrir einn bandarískan dollara. Google-leitarvélin treystir sér hins vegar ekki til að svara því hve margar íslenskar krónur fáist fyrir dollara. Hún gerði það einu sinni en hún gerir það ekki lengur. Lái henni hver sem vill. Krónan fellur þannig á fyrri hluta prófsins. Þökk sé gjaldeyrishöftunum er til dæmis ekki auðvelt að kaupa íbúð í Berlín eða bíl á Ítalíu. Það er ömurlegt. Menn sitja við tölvu allan daginn að reyna að vinna sér inn pening til þess eins að einhverjir stjórnmálamenn og skriffinnar ákveði hverju megi eyða honum í. Og þeir hika ekki við að skipa mönnum að eyða honum á landsvæði sem 0,005% heimsins búa á. Þetta er svipað og ef maður kæmist að því um sjötugt að ævisparnaðurinn væri alls ekki inneign í peningum heldur, til dæmis, gjafakort í hjólabúð. Gott og vel. Staðan er kannski ekki jafnvond og í Íran, Kúbu, eða Simbabve. Það er hægt að taka út úr hraðbönkum í útlöndum, borga smáræði með kreditkorti á netinu og fyrirtæki geta flutt inn vörur frá útlöndum með leyfi stjórnvalda. En staðan er ekki góð. Krónan er ekki fyrsta flokks gjaldmiðill og ekki annars flokks heldur. Og við eigum að gera kröfu um fyrsta flokks gjaldmiðil. Nú er auðvitað hægt að ljúga því að sér og öðrum að gjaldeyrishöftin séu bara tímabundin aðgerð, afleiðing hrunsins og þeirra „sérstöku aðstæðna" sem uppi eru í efnahagslífinu. Þá ber að huga að tvennu. Í fyrsta lagi getur „stutt frá hruni"-afsökunin ekki dugað endalaust. Árin frá bankahruninu eru orðin fjögur. Það er ekki skammur tími. Það er eins og fyrri heimsstyrjöldin. Mér segir svo hugur um að þessi lota gjaldeyrishaftanna muni vara í nokkur ár til viðbótar. Í öðru lagi hefur öll saga krónunnar verið meira og minna saga einhvers konar gjaldeyrishafta, ef áratugurinn fyrir bankahrunið er undanskilinn. Árangurinn er svipaður hvað verðbólgu varðar. Við búum kannski ekki við stanslausa óðaverðbólgu, en staðan er ekki góð og ekki einu sinni næstum því góð. Það vantar ekki þá menn sem halda því fram að hægt sé að stýra gjaldmiðlinum betur nú með því að festa krónu hér, skera af núll þar, tryggja eitthvað, lofa einhverju öðru og reka ríkissjóð af ábyrgð það sem eftir. En vandinn felst alltaf í trúverðugleika slíkra lausna. Það kann að virka hart að segja að krónan sé ekki góður gjaldmiðill en það er samt satt. Hún er svo slöpp að við megum ekki kaupa hluti í útlöndum án eftirlits til að afhjúpa ekki hve verðlaus hún er. Svo lengi sem við höfum krónuna munum við annað hvort búa við gjaldeyrishöft eða hótun um gjaldeyrishöft. Lífið er of stutt í svoleiðis vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki „Hvað má segja?" heldur „Hvað er satt?" Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Spyrjum okkur einfaldrar spurningar: Er krónan góður gjaldmiðill? Hvaða kröfur ættum við sem launþegar og neytendur að gera til gjaldmiðils? Tvennt kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi ætti að vera hægt að kaupa hluti fyrir gjaldmiðilinn. Í öðru lagi ætti gjaldmiðillinn að vera svipað mikils virði frá einum degi til annars. Það er líka hægt að spyrja: Hvað er til merkis um að gjaldmiðill sé vondur? Vondir gjaldmiðlar eru gjarnan í frjálsu falli, gagnslausir utan heimalandsins, og stundum hvort tveggja í einu. Sem barn bjó ég í landi með mjög vondan gjaldmiðil. Ekki hélt ég að ég þyrfti að endurtaka þá reynslu á fertugsaldri. Hver sem vill getur slegið „USD to UAH" inn í Google-leitarvélina, til að komast að því hve margar úkraínskar hrívnur sé hægt að fá fyrir einn bandarískan dollara. Google-leitarvélin treystir sér hins vegar ekki til að svara því hve margar íslenskar krónur fáist fyrir dollara. Hún gerði það einu sinni en hún gerir það ekki lengur. Lái henni hver sem vill. Krónan fellur þannig á fyrri hluta prófsins. Þökk sé gjaldeyrishöftunum er til dæmis ekki auðvelt að kaupa íbúð í Berlín eða bíl á Ítalíu. Það er ömurlegt. Menn sitja við tölvu allan daginn að reyna að vinna sér inn pening til þess eins að einhverjir stjórnmálamenn og skriffinnar ákveði hverju megi eyða honum í. Og þeir hika ekki við að skipa mönnum að eyða honum á landsvæði sem 0,005% heimsins búa á. Þetta er svipað og ef maður kæmist að því um sjötugt að ævisparnaðurinn væri alls ekki inneign í peningum heldur, til dæmis, gjafakort í hjólabúð. Gott og vel. Staðan er kannski ekki jafnvond og í Íran, Kúbu, eða Simbabve. Það er hægt að taka út úr hraðbönkum í útlöndum, borga smáræði með kreditkorti á netinu og fyrirtæki geta flutt inn vörur frá útlöndum með leyfi stjórnvalda. En staðan er ekki góð. Krónan er ekki fyrsta flokks gjaldmiðill og ekki annars flokks heldur. Og við eigum að gera kröfu um fyrsta flokks gjaldmiðil. Nú er auðvitað hægt að ljúga því að sér og öðrum að gjaldeyrishöftin séu bara tímabundin aðgerð, afleiðing hrunsins og þeirra „sérstöku aðstæðna" sem uppi eru í efnahagslífinu. Þá ber að huga að tvennu. Í fyrsta lagi getur „stutt frá hruni"-afsökunin ekki dugað endalaust. Árin frá bankahruninu eru orðin fjögur. Það er ekki skammur tími. Það er eins og fyrri heimsstyrjöldin. Mér segir svo hugur um að þessi lota gjaldeyrishaftanna muni vara í nokkur ár til viðbótar. Í öðru lagi hefur öll saga krónunnar verið meira og minna saga einhvers konar gjaldeyrishafta, ef áratugurinn fyrir bankahrunið er undanskilinn. Árangurinn er svipaður hvað verðbólgu varðar. Við búum kannski ekki við stanslausa óðaverðbólgu, en staðan er ekki góð og ekki einu sinni næstum því góð. Það vantar ekki þá menn sem halda því fram að hægt sé að stýra gjaldmiðlinum betur nú með því að festa krónu hér, skera af núll þar, tryggja eitthvað, lofa einhverju öðru og reka ríkissjóð af ábyrgð það sem eftir. En vandinn felst alltaf í trúverðugleika slíkra lausna. Það kann að virka hart að segja að krónan sé ekki góður gjaldmiðill en það er samt satt. Hún er svo slöpp að við megum ekki kaupa hluti í útlöndum án eftirlits til að afhjúpa ekki hve verðlaus hún er. Svo lengi sem við höfum krónuna munum við annað hvort búa við gjaldeyrishöft eða hótun um gjaldeyrishöft. Lífið er of stutt í svoleiðis vitleysu.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun