Skáldið á Þröm var enginn aumingi Bergsteinn skrifar 10. október 2012 00:01 Fór að huga að dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar eftir að Steindór Andersen rímnamaður kom honum á sporið. Fréttablaðið/pjetur Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira