Tónlistarmaðurinn Mika stígur á svið í Silfurbergi Freyr skrifar 10. október 2012 00:01 Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember. nordicphotos/getty „Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira