Skoða mismunun í dönskum háskóla Þorgils Jónsson skrifar 19. október 2012 06:00 Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hefur neitað íslenskum námsmönnum um skólavist vegna meintrar vankunnáttu í dönsku. Mynd/CBS Menntamálaráðuneytið kannar nú hvort íslenskir námsmenn hafi mátt þola mismunun þegar þeim hefur verið synjað um skólavist við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) vegna meintrar ófullnægjandi dönskukunnáttu. Skólinn krefst þess að íslenskir umsækjendur hafi lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla. Þó að dönskum skólum sé almennt frjálst að setja sín eigin inntökuskilyrði kannar íslenska menntamálaráðuneytið nú hvort um mismunun sé að ræða. Í samningum milli Norðurlandanna er miðað við að öll Norðurlandamál séu metin til jafns milli landanna. Óvíst er hversu margir Íslendingar hafa þurft að hætta við að sækja nám í Danmörku vegna málsins, en samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn hafa sex námsmenn kvartað undan CBS vegna svipaðra mála. Þrír þeirra hafa kært ákvörðunina til menntamálaráðuneytisins. María Ósk Bender er á meðal þeirra, en hún flutti út með fjölskyldu sína í sumar, í góðri trú um að hún fengi að hefja meistaranám í mannauðsstjórnun í CBS. Hún hafði fengið inni í skólanum en var svo beðin um að senda inn upplýsingar um námsferil í dönsku. „Þá byrjaði ballið. Skólinn krafðist átján eininga í dönsku en níu einingar þarf til stúdentsprófs á Íslandi. Það er í raun einstakt að nokkrir hafi lokið átján einingum.“María Ósk BenderMaría fékk einmitt það uppáskrifað frá menntamálaráðuneytinu og sendi út til skólans. „Þá hélt ég að ég væri orðin gulltryggð, og við fluttum út. Svo var ég búin að vera í skólanum í viku þegar ég fæ loks svar og þeir halda því til streitu að hægt sé að ná átján einingum á Íslandi.“ María hefur kært úrskurðinn til yfirstjórnar skólans, en er ekki bjartsýn á að það gangi eftir, því að annar Íslendingur hefur þegar fengið synjun og kært það til danskra menntamálayfirvalda. María segir framhaldið í óvissu hjá fjölskyldunni, en heimför er ekki á döfinni. „Það er ekki til umræðu. Við erum komin hér út og stelpurnar okkar eru byrjaðar á leikskóla. Nú ætla ég að leita að vinnu og skrá mig í fjarnám eftir áramót. Svo sjáum við til hvort rætist ekki úr málunum, en þetta blessast örugglega allt á endanum.“ Í svari frá íslenska menntamálaráðuneytinu segir að mál námsmannanna ættu að skýrast brátt. Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Menntamálaráðuneytið kannar nú hvort íslenskir námsmenn hafi mátt þola mismunun þegar þeim hefur verið synjað um skólavist við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) vegna meintrar ófullnægjandi dönskukunnáttu. Skólinn krefst þess að íslenskir umsækjendur hafi lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla. Þó að dönskum skólum sé almennt frjálst að setja sín eigin inntökuskilyrði kannar íslenska menntamálaráðuneytið nú hvort um mismunun sé að ræða. Í samningum milli Norðurlandanna er miðað við að öll Norðurlandamál séu metin til jafns milli landanna. Óvíst er hversu margir Íslendingar hafa þurft að hætta við að sækja nám í Danmörku vegna málsins, en samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn hafa sex námsmenn kvartað undan CBS vegna svipaðra mála. Þrír þeirra hafa kært ákvörðunina til menntamálaráðuneytisins. María Ósk Bender er á meðal þeirra, en hún flutti út með fjölskyldu sína í sumar, í góðri trú um að hún fengi að hefja meistaranám í mannauðsstjórnun í CBS. Hún hafði fengið inni í skólanum en var svo beðin um að senda inn upplýsingar um námsferil í dönsku. „Þá byrjaði ballið. Skólinn krafðist átján eininga í dönsku en níu einingar þarf til stúdentsprófs á Íslandi. Það er í raun einstakt að nokkrir hafi lokið átján einingum.“María Ósk BenderMaría fékk einmitt það uppáskrifað frá menntamálaráðuneytinu og sendi út til skólans. „Þá hélt ég að ég væri orðin gulltryggð, og við fluttum út. Svo var ég búin að vera í skólanum í viku þegar ég fæ loks svar og þeir halda því til streitu að hægt sé að ná átján einingum á Íslandi.“ María hefur kært úrskurðinn til yfirstjórnar skólans, en er ekki bjartsýn á að það gangi eftir, því að annar Íslendingur hefur þegar fengið synjun og kært það til danskra menntamálayfirvalda. María segir framhaldið í óvissu hjá fjölskyldunni, en heimför er ekki á döfinni. „Það er ekki til umræðu. Við erum komin hér út og stelpurnar okkar eru byrjaðar á leikskóla. Nú ætla ég að leita að vinnu og skrá mig í fjarnám eftir áramót. Svo sjáum við til hvort rætist ekki úr málunum, en þetta blessast örugglega allt á endanum.“ Í svari frá íslenska menntamálaráðuneytinu segir að mál námsmannanna ættu að skýrast brátt.
Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira