Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum 21. október 2012 19:00 Dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir stilla sér upp alblóðugar með hinu nýtrúlofaða pari sitjandi í hinni svokölluðu Paradís. „Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira
„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira